Svekkjandi jafntefli á Brúnni

Trent Alexander-Arnold gefur fyrir
Trent Alexander-Arnold gefur fyrir EPA-EFE/VICKIE FLORES

Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið í eltingaleiknum við Manchester City á toppnum sem fer þrátt fyrir allt að verða erfiður. Það var ljóst í hvað stefndi strax í byrjun leiks en Sadio Mane fór groddalega í Cesar Azpilicueta eftir einungis um tíu sekúndna leik og uppskar gult spjald.

Chelsea voru meira með boltann framan af en það voru gestirnir sem skoruðu fyrsta markið á 9. mínútu. Diego Jota átti þá lélega sendingu framávið en hreinsunin hjá Trevor Chalobah mun vera rannsóknarefni eitthvað áfram. Boltinn datt beint fyrir fætur Sadio Mane sem þakkaði pent fyrir sig, lék á Edoard Mendy og skoraði með vintri fæti. 1-0.

Mohammed Salah skoraði annað mark leiksins og annað mark Liverpool á 26. mínútu. Hann fékk þá langa sendingu frá Trent Alexander-Arnold, reykspólaði framhjá Marcos Alonso og skoraði sitt sextánda mark á tímabilinu. Ótrúlegur Egyptin sem heldur nú á Afríkumótið ásamt Sadio Mane og fleiri leikmönnum Liverpool.

Það stefndi allt í það að Liverpool myndi sigla inn í hálfleikinn með þægilega forystu en þá var komið að Mateo Kovacic. Á 42. mínútu átti Chelsea hornspyrnu sem Kelleher, markvörður Liverpool kýldi út fyrir teiginn. Kovacic tók boltann á lofti og hamraði boltann í stöngina og inn. Stórkostlegt mark.

Það var svo í uppbótartímanum sem Chelsea jafnaði. N'Golo Kante átti þá skemmtilega stundusendingu inn fyrir vörn Liverpool þar sem Christian Pulisic kom á ferðinni og skoraði framhjá Kelleher með skemmtilegu marki. 2-2 í hálfleik.

Síðari hálfleikurinn var ekki á sama kalíberi. Bæði liðin áttu ágætis færi en ekki eins góð og í fyrri hálfleik og leikurinn fjaraði út. Lokatölur 2-2 sem eru vond úrslit fyrir bæði lið. Chelsea er í öðru sæti með 43 stig og Liverpool er í því þriðja með 42 stig en á leik til góða.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira