Enski boltinn

Newcastle leggur fram tilboð í Trippier

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Á leið heim til Englands?
Á leið heim til Englands? vísir/getty

Útlit er fyrir að enski varnarmaðurinn Kieran Trippier verði fyrsti leikmaðurinn sem moldríkir eigendur Newcastle fái til liðs við sig.

Enskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að Newcastle hafi lagt inn tilboð á borð Atletico Madrid um leið og opnað var fyrir félagaskipti um áramótin.

Trippier varð spænskur meistari með Atletico Madrid á síðustu leiktíð en hann hefur leikið fyrir Burnley og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Hjá Burnley lék hann meðal annars undir stjórn Eddie Howe, sem nú stýrir Newcastle.

Diego Simeone, stjóri Atletico, hefur staðfest að tilboð hafi borist frá Newcastle og lét hafa eftir sér að spænska félagið myndi ekki standa í vegi fyrir Trippier.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×