Enski boltinn

Derby taplaust í fjórum eftir ótrúlega endurkomu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Curtis Davies fagnaði vel og innilega er hann tryggði Derby stig í uppbótartíma.
Curtis Davies fagnaði vel og innilega er hann tryggði Derby stig í uppbótartíma. Catherine Ivill/Getty Images

Wayne Rooney og lærisveinar hans í Derby County halda áfram að kroppa í stig í botnbaráttunni í ensku 1. deildinni. Liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Reading í dag eftir að hafa lent 2-0 undir.

Junior Hoilett kom heimamönnum í Reading yfir á 37. mínútu eftir stoðsendingu frá Andy Carroll áður en Hoilett skoraði sitt annað mark og tvöfaldaði forystu heimamanna snemma í síðari hálfleik.

Allt stefndi í nokkuð öruggan sigur Reading, en gestirnir gáfust ekki upp. Colin Kazim-Richards minnkaði muninn fyrir botnliðið þegar um fimm mínútur voru til leiksloka og miðvörðurinn Curtis Davies jafnaði metin í uppbótartíma og þar við sat.

Derby er nú taplaust í seinustu fjórum deildarleikjum, en liðið hefur unnið þrjá þeirra. Eins og þeir sem fylgjast eitthvað með ensku 1. deildinni vita var 21 stig dregið af Derby á tímbilinu og liðið situr því á botni deildarinnar með 11 stig, 11 stigum frá Reading sem situr í seinasta örugga sætinu.

Haldi Derby þessu góða gengi áfram stefnir í að liðið bjargi sér frá falli á ótrúlegan hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×