Segir að Lukaku þurfi að biðjast afsökunar til að eiga framtíð hjá Chelsea Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. janúar 2022 20:01 Viðtalið sem Lukaku veitti Sky Sports Italia hefur valdið miklum usla innan herbúða Chelsea og meðal stuðningsmanna félagsins. James Williamson - AMA/Getty Images Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United og núverandi sparkspekingur, segir að Romelu Lukaku þurfi að biðjast afsökunar á viðtali sem hann fór í ætli hann sér að eiga framtíð hjá Chelsea. Umrætt viðtal við Lukaku birtist í vikunni, en þar sagði framherjinn meðal annars frá því að hann væri óánægður með stöðu mála hjá Chelsea og að hann væri viss um að hann myndi snúa aftur til Ítalíumeistara Inter á næstu árum. Lukaku var svo ekki í leikmannahóp Chelsea er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Liverpool í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í gær, en Gary Neville segir að framherjinn stóri verði að biðjast afsökunar á ummælum sínum. „Ef ég væri stuðningsmaður Chelsea, eða þjálfari eða eigandi liðsins, væri ég vonsvikinn ef ég myndi heyra leikmann liðsins segja þessa hluti, sérstaklega eftir að félagið hefur fjárfest svona mikið í honum,“ sagði Neville, en eins og frægt er kostaði Lukaku Lundúnaliðið 97,5 milljónir punda. „Það sem ég býst við af Romelu Lukaku á næstu dögum er eitt „fyrirgefiði, ég meinti þetta ekki.“ „Hann gæti sagt: „Ég sagði þessi orð, en kannski hefði ég átt að halda þeim fyrir mig. Hins vegar er þetta sannleikurinn. Ég mun þó leggja mig allan fram fyrir liðsfélaga mína og ég biðst afsökunar á þeim vandræðum sem ég hef valdið þeim svona stuttu fyrir stóran leik.“ Það er það sem hann þarf að biðjast afsökunnar á.“ „Það besta sem hann getur gert að biðja liðsfélaga sína afsökunar í búningsklefanum af því að leikmenn fyrirgefa hvorum öðrum yfirleitt. Þeir hafa allir verið í aðstæðum þar sem að þeir hafa gert mistök og þá segja þeir þjálfaranum að þeir séu tilbúnir að hleypa honum aftur í liðið,“ sagði Neville. 'He could be a different player' - Gary Neville says Romelu Lukaku has a future at Chelsea - if he apologises https://t.co/51MpR9bOdU pic.twitter.com/myKDqorz3m— Independent Sport (@IndoSport) January 3, 2022 Enski boltinn Tengdar fréttir Lukaku tekinn úr leikmannahópi Chelsea gegn Liverpool Romelu Lukaku verður ekki í leikmannahópi Chelsea í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 2. janúar 2022 10:26 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira
Umrætt viðtal við Lukaku birtist í vikunni, en þar sagði framherjinn meðal annars frá því að hann væri óánægður með stöðu mála hjá Chelsea og að hann væri viss um að hann myndi snúa aftur til Ítalíumeistara Inter á næstu árum. Lukaku var svo ekki í leikmannahóp Chelsea er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Liverpool í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í gær, en Gary Neville segir að framherjinn stóri verði að biðjast afsökunar á ummælum sínum. „Ef ég væri stuðningsmaður Chelsea, eða þjálfari eða eigandi liðsins, væri ég vonsvikinn ef ég myndi heyra leikmann liðsins segja þessa hluti, sérstaklega eftir að félagið hefur fjárfest svona mikið í honum,“ sagði Neville, en eins og frægt er kostaði Lukaku Lundúnaliðið 97,5 milljónir punda. „Það sem ég býst við af Romelu Lukaku á næstu dögum er eitt „fyrirgefiði, ég meinti þetta ekki.“ „Hann gæti sagt: „Ég sagði þessi orð, en kannski hefði ég átt að halda þeim fyrir mig. Hins vegar er þetta sannleikurinn. Ég mun þó leggja mig allan fram fyrir liðsfélaga mína og ég biðst afsökunar á þeim vandræðum sem ég hef valdið þeim svona stuttu fyrir stóran leik.“ Það er það sem hann þarf að biðjast afsökunnar á.“ „Það besta sem hann getur gert að biðja liðsfélaga sína afsökunar í búningsklefanum af því að leikmenn fyrirgefa hvorum öðrum yfirleitt. Þeir hafa allir verið í aðstæðum þar sem að þeir hafa gert mistök og þá segja þeir þjálfaranum að þeir séu tilbúnir að hleypa honum aftur í liðið,“ sagði Neville. 'He could be a different player' - Gary Neville says Romelu Lukaku has a future at Chelsea - if he apologises https://t.co/51MpR9bOdU pic.twitter.com/myKDqorz3m— Independent Sport (@IndoSport) January 3, 2022
Enski boltinn Tengdar fréttir Lukaku tekinn úr leikmannahópi Chelsea gegn Liverpool Romelu Lukaku verður ekki í leikmannahópi Chelsea í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 2. janúar 2022 10:26 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira
Lukaku tekinn úr leikmannahópi Chelsea gegn Liverpool Romelu Lukaku verður ekki í leikmannahópi Chelsea í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 2. janúar 2022 10:26