Leikirnir sem beðið er eftir Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2022 08:00 Nú þegar enn eitt árið er að hefjast er vert að taka stöðuna í tölvuleikjaheimum og velta vöngum yfir því sem von er á. Þar er um ansi mikið að ræða og er útlit fyrir að þó nokkrir leikir sem verða að teljast stórir líti dagsins ljós. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir nokkra af helstu leikjunum sem munu koma út á árinu. Þar að auki eru nokkrir sem er ekki víst að komi út á árinu. Eins og svo oft áður eru nokkrir leikir á listanum sem hafa verið fyrri listum og þá er vert að benda á að útgáfudagar eru að mörgu leyti ekki til staðar og geta breyst. Það er óhætt að segja að síðasta ár var ekki besta leikjaárið og nokkrir leikir ollu vonbrigðum. Sjá einnig: Undarlegt leikjaár á enda komið Árið sem var að hefjast lítur þó nokkuð vel út. Dying Light 2: Stay Human Dying Light 2 gerist í heimi þar sem uppvakningar og skrímsli hafa gengið frá flestum íbúum jarðarinnar og gerist hann fimmtán árum eftir atburði fyrri leiksins. Eftirlifendur þurfa bæði að berjast við skrímslin sem skríða úr felum þegar sólin sest og aðra eftirlifendur. Spilarar setja sig í spor Aiden Caldwell sem er einstaklega góður í því að hlaupa um og klifra um borg þar sem mismunandi fylkingar berjast um yfirráð. Borgin og íbúar hennar munu breytast eftir því hvaða ákvarðanir spilarar taka. Leikurinn átti að koma út í fyrra en útgáfunni var frestað. Dying Light 2: Stay Human kemur út þann 4. febrúar á PC og leikjatölvur. Sifu Leikurinn Sifu er áhugaverður en hann fjallar um hálf-ódauðlegan kung-fu bardagakappa. Hann deyr ekki en eldist í hvert sinn sem hann tapar fyrir óvinum sínum. Þetta er einspilunarleikur með teiknimynda-útlit og þykir þeim blaðamönnum ytra sem hafa fengið að prófa hann leikurinn nokkuð erfiður. Í leiknum er söguhetjuan Sifu að reyna að hefna föður síns og beita spilarar umfangsmiklu bardagakerfi til að ná fram hefndum. Sifu kemur út þann 8. febrúar á PC og Playstation. Total War: Warhammer 3 Þriðji leikurinn í Total War: Warhammer seríunni verður gefinn út í febrúar. Nú er komið að því að segja sögu austurhluta heims Warhammer þar sem íbúar ríkja eins og Grand Cathay og Kislev berjast við útsendara óreiðunnar, djöfla og óféti. Það verður að segjast að herkænska Total War seríunnar á vel heima í söguheimi Warhammer en fyrri tveir leikirnir voru góðir. Total War: Warhammer 3 kemur út þann 17. febrúar á PC. Horizon Forbidden West Ofurkonan Aloy mætir aftur á sviðið í febrúar og heldur áfram að berjast gegn risaeðluvélmennum og vondum köllum í Horizon Forbidden West, sem er framhald hins einstaklega góða Horizon Zero Dawn. Aloy þarf að taka á honum stóra sínum til að bjarga mannkyninu frá glötun. Horizon Forbidden West kemur út þann 18. febrúar á Playstation. Elden Ring From Software, sem eru þekktastir fyrir Souls-leikina, senda í lok febrúar frá sér leikinn Elden Ring. Saga Elden Ring er samin af þeim Hidetaka Miyazaki og George R. R. Martin. Framleiðsla leiksins var fyrst opinberuð árið 2019 en mjög takmarkaðar upplýsingar hafa borist af honum síðan. Leikurinn gerist í opnum heimi sem kallast „The Lands Between“ og setja spilarar sig í spor persónu sem kallast „the Tarnished“. Þeir munu ferðast um heiminn og berjast við óvini og ýmis skrímsli. Elden Ring kemur út þann 25. febrúar á PC og leikjatölvur. Gran Turismo 7 Bílaleikjaserían Gran Turismo fær nýjan leik á árinu en leikurinn sem ber nafnið Gran Turismo 7 er áttundi leikurinn í seríunni. Þessir leikir hafa ávallt verið einkenndir af góðri grafík, raunverulegum bílum og góða spilun. Gran Turismo 7 kemur ú þann 4. mars á Playstation. Starship Troopers - Terran Command Það er óhætt að segja að eftirvæntingin eftir Starship Troopers - Terran Command sé ekki einstaklega mikil á heimsvísu. Hún er það þó eiginlega hjá undirrituðum því leikurinn virðist við fyrstu sýn fanga anda kvikmyndarinnar með nokkuð góðum hætti. Í leiknum munu spilarar þurfa að stýra herdeildum gegn Arachnid-pöddum og sigra þær. Starship Troopers - Terran Command kemur út þann 31. mars á PC. Stalker 2: Heart of Chernobyl Aðdáendur gömlu S.T.A.L.K.E.R. leikjanna munu geta snúið aftur til Chernobyl í vor. Þá verður leikurinn Heart of Chernobyl gefinn út. Hann er beint framhald Stalker: Shadow of Chernobyl en að þessu sinni munu spilarar spila Alexander Degtyarev og hafa þeir verið sendir til Chernobyl til að leysa nýja ráðgátu. Spilarar munu þurfa að berjast gegn mönnum, alls konar kvikyndum og kyngimagnaðar hættur. Stalker 2: Heart of Chernobyl kemur út þann 28. apríl á PC og Xbox. Forspoken Leikurinn Forspoken fjalalr um Frey Holland, unga konu sem býr í New York en endar einhvern veginn í ævintýraheimi þar sem hún býr yfir galdramætti. Þennan mátt þarf hún að nota til að lifa af, berjast við skrýmsli og finna leið aftur heim. Forspoken kemur út þann 24. maí á PC og Playstation. Saint's Row „GTA á sterum,“ er mögulega besta lýsingin á Saint's Row seríunni sem verið er að endurræsa. Í ágúst kemur nefnilega út nýr leikur í seríunni vinsælu en er ekki framhald heldur endurræsing. Að þessu sinni gerist leikurinn í borginni Santo Ileso þar sem ýmislegt mun án efa ganga á. Saint's Row kemur út þann 23. ágúst á PC og leikjatölvur. Starfield Bethesda Studios, sem gera meðal annars Elder Scrolls og Fallout leikina eru að gefa út nýjan leik á árinu. Er það í fyrsta sinn í fjölmörg ár sem fyrirtækið gefur út leik í nýjum söguheimi en sá leikur heitir Starfield. Starfield gerist í geimnum og setja spilarar sig í spor aðila sem ferðast milli reikistjarna á svæði sem kallast The Settled Systems og á leikurinn að gerast árið 2330. Bethesda hefur enn sem komið er tiltölulega lítið sagt um leikinn. Leiknum hefur verið lýst sem Skyrim í geimnum og ef satt skal segja hljómar það ekki illa. Starfield kemur út þann 11. nóvember á PC og Xbox. Marvel's Midnight Suns Frá framleiðendum Xcom herkænnskuleikjanna kemur leikur sem byggir á ofurhetjuheimi Marvel. Marvel's Midnight Suns ku vera í dekkri kanntinum en hann fjallar um baráttu ofurhetja gegn vampírum, djöflum og öðrum skrímslum. Spilarar taka að sér hlutverk The Hunter, nýrrar ofuhetju, sem mun leiða baráttuna gegn Lilith. Marvel's Midnight Suns á að koma út á seinni hluta ársins á PC og leikjatölvur. The Lord of The Rings: Gollum Eftir tafir á loks að gefa út nýjan leik um hina mögnuðu veru Gollum, úr Hringadróttinssögu. Leikurinn fjallar um Gollum og gerist á milli þess þegar hann finnur hringinn og sögu Lord of The Rings. Gollum/Sméagol ver leiknum í að leita að hringnum sínum sem bölvaður Bilbo Baggins stal óheiðarlega af honum í Hobbitanum. The Lord of The Rings: Gollum á að koma út næsta vetur á PC og leikjatölvur. Avatar: Frontiers of Pandora Ubisoft opinberaði í fyrra að starfsmenn fyrirtækisins ynnu að fyrstu persónu ævintýraleik úr söguheimi Avatar. Leikurinn heitir Avatar: Frontiers of Pandora og setur spilara í spor Na’vi-stríðsmanns sem þarf að stöðva hina illu menn. Avatar: Frontiers of Pandora er ekki með útgáfudag en á að koma út á árinu á PC og leikjatölvur. The Callisto Protocol Hryllingsleikurinn Callisto Protocol er frá framleiðendum Dead Space. Um er að ræða þriðju persónu leik sem á að gerast í söguheimi PUBG, eins undarlega og það hljómar, bara nokkrum öldum í framtíðinni. Leikurinn gerist í fangelsi á fangelsisnýlendu sem kallast Black Iron, á Kallisto, einum tungla Júpíters. Spilarar þurfa að lifa af gegn skrímslum sem gera innrás í nýlenduna. The Callisto Protocol er ekki með útgáfudag en á að koma út á árinu á PC og leikjatölvur. God of War: Ragnarok Kratos og sonur hans Atreus/Loki halda ævintýrum sínum áfram á árinu. Starfsmenn Santa Monica Studio hafa unnið hörðum höndum að framleiðslu leiksins frá því síðasti leikur um stríðsguðinn gríska sló í gegn. Þeir feðgar berjast áfram gegn Óðni og leitast nú eftir því að fá Týr sjálfan til að hjálpa þeim. God of War: Ragnarok er ekki með útgáfudag en á að koma út á árinu á Playstation. Suicide Squad: Kill The Justice League Fólk fær að setja sig í spor vondu karlanna í söguheim DC Comics á árinu þegar leikurinn Suicid Squad: Kill The Justice League kemur út. Leikurinn er framleiddur af fyrirtækinu sem gerði Batman: Arkham-seríuna en í honum hefur Brainiac náð stjórn á ofurhetjunum í Justice League. Það eru því hinir vondu sem þurfa að koma heiminum til bjargar. Suicide Squad: Kill The Justice League er ekki með útgáfudag en á að koma út á árinu á PC og leikjatölvur. Zelda: Breath of the Wild 2 Nintendo ætlar að gefa út framhald leiksins Zelda: Breath of the Wild á árinu og munu spilarar þá fá tækifæri til að spila sem Link á nýjan leik. Mikil eftirvænting ríkir eftir leiknum en fyrri leikurinn er af mörgum talinn einn besti leikur sögunnar. Zelda: Breath of the Wild 2 er ekki með útgáfudag en á að koma út á árinu á Nintendo Switch. Senua‘s Saga: Hellblade 2 Senua, stríðskonan frá Orkneyjum, snýr aftur á árinu en Ninja Theory mun gefa út framhald leiksins vinsæla frá 2017. Í fyrri leiknum vildi Senua, sem þjáist af geðrænum vandamálum, bjarga sál mannsins síns úr helvíti en óljóst er hvað þessi leikur mun fjalla um. Senua‘s Saga: Hellblade 2 er ekki með útgáfudag en á að koma út á árinu á PC og Xbox. Stray Stray er áhugaverður ævintýraleikur þar sem spilarar leika kött í heimi vélmenna. Kötturinn er slasaður og þarf að lifa af og finna fjölskyldu sína. Samhliða því fá spilarar tækifæri til að leysa leyndardóm borgarinnar. Spilarar þurfa að nota hæfileika kattarins og jafnvel galdra til að ferðast um borgina og leysa þrautir. Þá kynnist kötturinn litlu fljúgandi vélmenni sem aðstoðar hann. Leikurinn átti að koma út í fyrr en útgáfunni var frestað. Stray er ekki með útgáfudag en á að koma út á árinu á PC og Playstation. Leikjavísir Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir nokkra af helstu leikjunum sem munu koma út á árinu. Þar að auki eru nokkrir sem er ekki víst að komi út á árinu. Eins og svo oft áður eru nokkrir leikir á listanum sem hafa verið fyrri listum og þá er vert að benda á að útgáfudagar eru að mörgu leyti ekki til staðar og geta breyst. Það er óhætt að segja að síðasta ár var ekki besta leikjaárið og nokkrir leikir ollu vonbrigðum. Sjá einnig: Undarlegt leikjaár á enda komið Árið sem var að hefjast lítur þó nokkuð vel út. Dying Light 2: Stay Human Dying Light 2 gerist í heimi þar sem uppvakningar og skrímsli hafa gengið frá flestum íbúum jarðarinnar og gerist hann fimmtán árum eftir atburði fyrri leiksins. Eftirlifendur þurfa bæði að berjast við skrímslin sem skríða úr felum þegar sólin sest og aðra eftirlifendur. Spilarar setja sig í spor Aiden Caldwell sem er einstaklega góður í því að hlaupa um og klifra um borg þar sem mismunandi fylkingar berjast um yfirráð. Borgin og íbúar hennar munu breytast eftir því hvaða ákvarðanir spilarar taka. Leikurinn átti að koma út í fyrra en útgáfunni var frestað. Dying Light 2: Stay Human kemur út þann 4. febrúar á PC og leikjatölvur. Sifu Leikurinn Sifu er áhugaverður en hann fjallar um hálf-ódauðlegan kung-fu bardagakappa. Hann deyr ekki en eldist í hvert sinn sem hann tapar fyrir óvinum sínum. Þetta er einspilunarleikur með teiknimynda-útlit og þykir þeim blaðamönnum ytra sem hafa fengið að prófa hann leikurinn nokkuð erfiður. Í leiknum er söguhetjuan Sifu að reyna að hefna föður síns og beita spilarar umfangsmiklu bardagakerfi til að ná fram hefndum. Sifu kemur út þann 8. febrúar á PC og Playstation. Total War: Warhammer 3 Þriðji leikurinn í Total War: Warhammer seríunni verður gefinn út í febrúar. Nú er komið að því að segja sögu austurhluta heims Warhammer þar sem íbúar ríkja eins og Grand Cathay og Kislev berjast við útsendara óreiðunnar, djöfla og óféti. Það verður að segjast að herkænska Total War seríunnar á vel heima í söguheimi Warhammer en fyrri tveir leikirnir voru góðir. Total War: Warhammer 3 kemur út þann 17. febrúar á PC. Horizon Forbidden West Ofurkonan Aloy mætir aftur á sviðið í febrúar og heldur áfram að berjast gegn risaeðluvélmennum og vondum köllum í Horizon Forbidden West, sem er framhald hins einstaklega góða Horizon Zero Dawn. Aloy þarf að taka á honum stóra sínum til að bjarga mannkyninu frá glötun. Horizon Forbidden West kemur út þann 18. febrúar á Playstation. Elden Ring From Software, sem eru þekktastir fyrir Souls-leikina, senda í lok febrúar frá sér leikinn Elden Ring. Saga Elden Ring er samin af þeim Hidetaka Miyazaki og George R. R. Martin. Framleiðsla leiksins var fyrst opinberuð árið 2019 en mjög takmarkaðar upplýsingar hafa borist af honum síðan. Leikurinn gerist í opnum heimi sem kallast „The Lands Between“ og setja spilarar sig í spor persónu sem kallast „the Tarnished“. Þeir munu ferðast um heiminn og berjast við óvini og ýmis skrímsli. Elden Ring kemur út þann 25. febrúar á PC og leikjatölvur. Gran Turismo 7 Bílaleikjaserían Gran Turismo fær nýjan leik á árinu en leikurinn sem ber nafnið Gran Turismo 7 er áttundi leikurinn í seríunni. Þessir leikir hafa ávallt verið einkenndir af góðri grafík, raunverulegum bílum og góða spilun. Gran Turismo 7 kemur ú þann 4. mars á Playstation. Starship Troopers - Terran Command Það er óhætt að segja að eftirvæntingin eftir Starship Troopers - Terran Command sé ekki einstaklega mikil á heimsvísu. Hún er það þó eiginlega hjá undirrituðum því leikurinn virðist við fyrstu sýn fanga anda kvikmyndarinnar með nokkuð góðum hætti. Í leiknum munu spilarar þurfa að stýra herdeildum gegn Arachnid-pöddum og sigra þær. Starship Troopers - Terran Command kemur út þann 31. mars á PC. Stalker 2: Heart of Chernobyl Aðdáendur gömlu S.T.A.L.K.E.R. leikjanna munu geta snúið aftur til Chernobyl í vor. Þá verður leikurinn Heart of Chernobyl gefinn út. Hann er beint framhald Stalker: Shadow of Chernobyl en að þessu sinni munu spilarar spila Alexander Degtyarev og hafa þeir verið sendir til Chernobyl til að leysa nýja ráðgátu. Spilarar munu þurfa að berjast gegn mönnum, alls konar kvikyndum og kyngimagnaðar hættur. Stalker 2: Heart of Chernobyl kemur út þann 28. apríl á PC og Xbox. Forspoken Leikurinn Forspoken fjalalr um Frey Holland, unga konu sem býr í New York en endar einhvern veginn í ævintýraheimi þar sem hún býr yfir galdramætti. Þennan mátt þarf hún að nota til að lifa af, berjast við skrýmsli og finna leið aftur heim. Forspoken kemur út þann 24. maí á PC og Playstation. Saint's Row „GTA á sterum,“ er mögulega besta lýsingin á Saint's Row seríunni sem verið er að endurræsa. Í ágúst kemur nefnilega út nýr leikur í seríunni vinsælu en er ekki framhald heldur endurræsing. Að þessu sinni gerist leikurinn í borginni Santo Ileso þar sem ýmislegt mun án efa ganga á. Saint's Row kemur út þann 23. ágúst á PC og leikjatölvur. Starfield Bethesda Studios, sem gera meðal annars Elder Scrolls og Fallout leikina eru að gefa út nýjan leik á árinu. Er það í fyrsta sinn í fjölmörg ár sem fyrirtækið gefur út leik í nýjum söguheimi en sá leikur heitir Starfield. Starfield gerist í geimnum og setja spilarar sig í spor aðila sem ferðast milli reikistjarna á svæði sem kallast The Settled Systems og á leikurinn að gerast árið 2330. Bethesda hefur enn sem komið er tiltölulega lítið sagt um leikinn. Leiknum hefur verið lýst sem Skyrim í geimnum og ef satt skal segja hljómar það ekki illa. Starfield kemur út þann 11. nóvember á PC og Xbox. Marvel's Midnight Suns Frá framleiðendum Xcom herkænnskuleikjanna kemur leikur sem byggir á ofurhetjuheimi Marvel. Marvel's Midnight Suns ku vera í dekkri kanntinum en hann fjallar um baráttu ofurhetja gegn vampírum, djöflum og öðrum skrímslum. Spilarar taka að sér hlutverk The Hunter, nýrrar ofuhetju, sem mun leiða baráttuna gegn Lilith. Marvel's Midnight Suns á að koma út á seinni hluta ársins á PC og leikjatölvur. The Lord of The Rings: Gollum Eftir tafir á loks að gefa út nýjan leik um hina mögnuðu veru Gollum, úr Hringadróttinssögu. Leikurinn fjallar um Gollum og gerist á milli þess þegar hann finnur hringinn og sögu Lord of The Rings. Gollum/Sméagol ver leiknum í að leita að hringnum sínum sem bölvaður Bilbo Baggins stal óheiðarlega af honum í Hobbitanum. The Lord of The Rings: Gollum á að koma út næsta vetur á PC og leikjatölvur. Avatar: Frontiers of Pandora Ubisoft opinberaði í fyrra að starfsmenn fyrirtækisins ynnu að fyrstu persónu ævintýraleik úr söguheimi Avatar. Leikurinn heitir Avatar: Frontiers of Pandora og setur spilara í spor Na’vi-stríðsmanns sem þarf að stöðva hina illu menn. Avatar: Frontiers of Pandora er ekki með útgáfudag en á að koma út á árinu á PC og leikjatölvur. The Callisto Protocol Hryllingsleikurinn Callisto Protocol er frá framleiðendum Dead Space. Um er að ræða þriðju persónu leik sem á að gerast í söguheimi PUBG, eins undarlega og það hljómar, bara nokkrum öldum í framtíðinni. Leikurinn gerist í fangelsi á fangelsisnýlendu sem kallast Black Iron, á Kallisto, einum tungla Júpíters. Spilarar þurfa að lifa af gegn skrímslum sem gera innrás í nýlenduna. The Callisto Protocol er ekki með útgáfudag en á að koma út á árinu á PC og leikjatölvur. God of War: Ragnarok Kratos og sonur hans Atreus/Loki halda ævintýrum sínum áfram á árinu. Starfsmenn Santa Monica Studio hafa unnið hörðum höndum að framleiðslu leiksins frá því síðasti leikur um stríðsguðinn gríska sló í gegn. Þeir feðgar berjast áfram gegn Óðni og leitast nú eftir því að fá Týr sjálfan til að hjálpa þeim. God of War: Ragnarok er ekki með útgáfudag en á að koma út á árinu á Playstation. Suicide Squad: Kill The Justice League Fólk fær að setja sig í spor vondu karlanna í söguheim DC Comics á árinu þegar leikurinn Suicid Squad: Kill The Justice League kemur út. Leikurinn er framleiddur af fyrirtækinu sem gerði Batman: Arkham-seríuna en í honum hefur Brainiac náð stjórn á ofurhetjunum í Justice League. Það eru því hinir vondu sem þurfa að koma heiminum til bjargar. Suicide Squad: Kill The Justice League er ekki með útgáfudag en á að koma út á árinu á PC og leikjatölvur. Zelda: Breath of the Wild 2 Nintendo ætlar að gefa út framhald leiksins Zelda: Breath of the Wild á árinu og munu spilarar þá fá tækifæri til að spila sem Link á nýjan leik. Mikil eftirvænting ríkir eftir leiknum en fyrri leikurinn er af mörgum talinn einn besti leikur sögunnar. Zelda: Breath of the Wild 2 er ekki með útgáfudag en á að koma út á árinu á Nintendo Switch. Senua‘s Saga: Hellblade 2 Senua, stríðskonan frá Orkneyjum, snýr aftur á árinu en Ninja Theory mun gefa út framhald leiksins vinsæla frá 2017. Í fyrri leiknum vildi Senua, sem þjáist af geðrænum vandamálum, bjarga sál mannsins síns úr helvíti en óljóst er hvað þessi leikur mun fjalla um. Senua‘s Saga: Hellblade 2 er ekki með útgáfudag en á að koma út á árinu á PC og Xbox. Stray Stray er áhugaverður ævintýraleikur þar sem spilarar leika kött í heimi vélmenna. Kötturinn er slasaður og þarf að lifa af og finna fjölskyldu sína. Samhliða því fá spilarar tækifæri til að leysa leyndardóm borgarinnar. Spilarar þurfa að nota hæfileika kattarins og jafnvel galdra til að ferðast um borgina og leysa þrautir. Þá kynnist kötturinn litlu fljúgandi vélmenni sem aðstoðar hann. Leikurinn átti að koma út í fyrr en útgáfunni var frestað. Stray er ekki með útgáfudag en á að koma út á árinu á PC og Playstation.
Leikjavísir Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira