Lýsir sundrung í klefa Man. Utd og segir sautján leikmenn óánægða Sindri Sverrisson skrifar 6. janúar 2022 08:00 Edinson Cavani, Paul Pogba og Anthony Martial virðast allir vera á förum frá Manchester United á þessu ári. Getty/Peter Cziborra Ef eitthvað er að marka ensku götublöðin er allt í upplausn í herbúðum Manchester United eftir frekar dapurt gengi á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Daily Mail fullyrðir í dag að hvorki fleiri né færri en sautján leikmenn United séu óánægðir hjá félaginu og að þar með geti svo farið að á annan tug leikmanna yfirgefi Old Trafford fyrir næstu leiktíð. Stemningin í félaginu er sögð við frostmark eftir ósannfærandi frammistöðu liðsins undir stjórn Ralf Rangnick, sem fengið hafi sundraðan leikmannahóp í hendurnar eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn í lok nóvember. Daily Mail segir að á meðal þeirra 17 leikmanna sem séu óánægðir séu stjörnur á borð við Edinson Cavani, Paul Pogba og Donny van de Beek. Manchester United face a mass exodus of players with SEVENTEEN first-team stars unhappy | @ChrisWheelerDM & Simon Jones https://t.co/yXjn3NOgY5— MailOnline Sport (@MailSport) January 6, 2022 Ljóst sé að ekki verði öllum leyft að fara frá félaginu, enda margir leikmannanna samningsbundnir, en þó sé búist við miklum flótta á næstu átta mánuðum. Rangnick er sagður meðvitaður um þessa stöðu eftir að hafa haldið röð funda með leikmönnum til að ræða þeirra framtíð. Anthony Martial verður lánaður til Sevilla í þessum mánuði ef að spænska félagið bætir tilboð sitt nægilega mikið, og verður væntanlega seldur næsta sumar. Pogba og Lingard á förum Ekkert bendir til þess að Pogba og Jesse Lingard endurnýi samninga sem renna út í júní svo þeir gætu farið frítt hvert sem þeim hentar án þess að United fái krónu fyrir. Cavani var tjáð að hann mætti ekki fara frá félaginu í janúar en samningur hans rennur út næsta sumar, líkt og hjá Juan Mata sem býðst að fara að láni til Bandaríkjanna eða Spánar í þessum mánuði. Van de Beek, Dean Henderson og Eric Bailly eru allir sagðir óánægðir með að fá of lítið að spila og vilja skoða sína möguleika í lok tímabilsins. Daily Mail nefnir fleiri leikmenn sem gætu verið að hugsa sér til hreyfings og ljóst er að það gustar um Old Trafford eftir að United fékk aðeins fjögur stig úr leikjum sínum við Newcastle, Burnley og Wolves, auk þess sem frammistaða liðsins var léleg. Næsti leikur United er bikarleikur gegn Aston Villa á Old Trafford næstkomandi mánudagskvöld en liðin mætast svo einnig í deildarleik í Birmingham 15. janúar. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Í beinni: Man. Utd - PAOK | Kemur fyrsti sigurinn í kvöld? Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira
Daily Mail fullyrðir í dag að hvorki fleiri né færri en sautján leikmenn United séu óánægðir hjá félaginu og að þar með geti svo farið að á annan tug leikmanna yfirgefi Old Trafford fyrir næstu leiktíð. Stemningin í félaginu er sögð við frostmark eftir ósannfærandi frammistöðu liðsins undir stjórn Ralf Rangnick, sem fengið hafi sundraðan leikmannahóp í hendurnar eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn í lok nóvember. Daily Mail segir að á meðal þeirra 17 leikmanna sem séu óánægðir séu stjörnur á borð við Edinson Cavani, Paul Pogba og Donny van de Beek. Manchester United face a mass exodus of players with SEVENTEEN first-team stars unhappy | @ChrisWheelerDM & Simon Jones https://t.co/yXjn3NOgY5— MailOnline Sport (@MailSport) January 6, 2022 Ljóst sé að ekki verði öllum leyft að fara frá félaginu, enda margir leikmannanna samningsbundnir, en þó sé búist við miklum flótta á næstu átta mánuðum. Rangnick er sagður meðvitaður um þessa stöðu eftir að hafa haldið röð funda með leikmönnum til að ræða þeirra framtíð. Anthony Martial verður lánaður til Sevilla í þessum mánuði ef að spænska félagið bætir tilboð sitt nægilega mikið, og verður væntanlega seldur næsta sumar. Pogba og Lingard á förum Ekkert bendir til þess að Pogba og Jesse Lingard endurnýi samninga sem renna út í júní svo þeir gætu farið frítt hvert sem þeim hentar án þess að United fái krónu fyrir. Cavani var tjáð að hann mætti ekki fara frá félaginu í janúar en samningur hans rennur út næsta sumar, líkt og hjá Juan Mata sem býðst að fara að láni til Bandaríkjanna eða Spánar í þessum mánuði. Van de Beek, Dean Henderson og Eric Bailly eru allir sagðir óánægðir með að fá of lítið að spila og vilja skoða sína möguleika í lok tímabilsins. Daily Mail nefnir fleiri leikmenn sem gætu verið að hugsa sér til hreyfings og ljóst er að það gustar um Old Trafford eftir að United fékk aðeins fjögur stig úr leikjum sínum við Newcastle, Burnley og Wolves, auk þess sem frammistaða liðsins var léleg. Næsti leikur United er bikarleikur gegn Aston Villa á Old Trafford næstkomandi mánudagskvöld en liðin mætast svo einnig í deildarleik í Birmingham 15. janúar.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Í beinni: Man. Utd - PAOK | Kemur fyrsti sigurinn í kvöld? Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti