Enski boltinn

Watford fær brasilískan varnarmann

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Watford ætlar sér að reyna að þétta varnarleikinn fyrir komandi fallbaráttuslag í ensku úrvalsdeildinni.
Watford ætlar sér að reyna að þétta varnarleikinn fyrir komandi fallbaráttuslag í ensku úrvalsdeildinni. Ciro Santangelo/BSR Agency/Getty Images

Enska knattspyrnufélagið Watford hefur gengið frá kaupum á brasilíska miðverðinum Samir frá Udinese frá Ítalíu.

Samir skrifaði undir fimm ára samning við Watford og á að hjálpa til í fallbaráttu liðsins sem framundan er.

Watford situr í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 13 stig eftir 18 leiki, einungis tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið þar sem Burnley á einn leik til góða.

Watford hefur fengið á sig 36 mörk í deildinni til þessa, en aðeins þrjú lið hafa fengið á sig fleiri. Það er því líklega af ráðum gert að farið hafi verið í að reyna að styrkja varnarleikinn.

Samir á að baki 124 leiki fyrir Udinese í ítölsku úrvalsdeildinni og þá hefur hann einnig verið kallaður inn í brasilíska landsliðið, án þess þó að hafa spilað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×