Auðvelt í bikarnum hjá Leicester | Cambridge sló út Newcastle

James Maddison skoraði fallegt mark í dag
James Maddison skoraði fallegt mark í dag EPA-EFE/Peter Powell

Leicester City komst áfram í FA bikarnum í dag eftir þægilegan 4-1 sigur á Watford á heimavelli.

Fyrir leikinn var spáð spennuleik enda um tvö úrvalsdeildarlið að ræða. Það var þó ekki uppi á teningnum. Leicester voru mun sterkari strax í upphafi og Yuri Tielemans kom bláklæddum heimamönnum yfir strax á 7. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Brotið var klaufalega á Jannik Vestergaard innan teigs og réttilega dæmt víti.

Refirnir komust svo í 2-0 á 25. mínútu með frábæru marki frá James Maddison. Liðið lék þá vel saman upp hægri vænginn áður en Ademola Lookman átti fallega sendingu inn fyrir á Maddison sem skoraði með skemmtilegri vippu yfir markvörðinn.

Watford svaraði strax með marki á 27. mínútu. Joao Pedro skoraði þá eftir fínan undirbúning frá Ashley Fletcher. Staðan 2-1 í hálfleik.

Harvey Barnes kom svo Leicester í 3-1 með marki á 54. mínútu. Aftur var það Lookman á ferðinni með huggulega stoðsendingu á Barnes, sem skoraði einn gegn markverðinum. Marc Albrighton lokaði svo leiknum með marki á á 85. mínútu eftir frákast. Niðurstaðan 4-1 og Leicester City komnir áfram í bikarnum.

Úr leik

Newcastle United lentu í miklum vandræðum með þriðjudeildarlið Cambridge United og eru fallnir úr leik. Háskólaborgarliðið skoraði eina mark leiksins á 56. mínútu og var þar að verki Joe Ironside. Lokatölur 0-1. Mikið áfall fyrir Newcastle sem er að eiga hörmungartímabil á vellinum þó að það blási ferskari vindar utan hans.

Önnur úrslit í leikjum dagsins:

Bristol City 0-1 Fulham

Burnley 1-2 Huddersfield

Coventry 1-0 Derby

Hartlepool 2-1 Blackpool

Milwall 1-2 Crystal Palace

Newcastle 0-1 Cambridge

Boreham 2-0 Wimbledon

Kidderminster 2-1 Reading

Peterborough 1-2 Brighton

Wigan 3-2 Blackburn

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira