Enski boltinn

Antonio framlengir við West Ham

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Michail Antonio verður áfram í herbúðum West Ham.
Michail Antonio verður áfram í herbúðum West Ham. Steve Bardens/Getty Images

Jamaíski framherjinn Michail Antonio skrifaði í dag undir framlengingu á samningi sínum við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham. Antonio verður því hjá félaginu til 2024.

Möguleiki er á eins árs framlenginu á samingnum sem Antonio undirritaði í dag, en framherjinn stæðilega gekk til liðs við Hamrana árið 2015 frá Nottingham Forest.

Antonio er algjör lykilmaður í liði West Ham og hefur skorað 54 mörk síðan hann gekk til liðs við félagið, en það gerir hann að markahæsta leikmanni West Ham í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi. Þá hefur leikmaðurinn skorað átta deildarmörk á yfirstandandi tímabili.

Antonio er fæddur á Englandi en á ættir að rekja til Jamaíku. Árið 2016 hafnaði hann boði um að leika með jamaíska landsliðinu og var í tvígang kallaður inn í það enska. Hann var hins vegar ónotaður varamaður í fyrra skiptið og dró sig úr hóp í það seinna.

Hann fékk svo aftur boð um að leika fyrir Jamaíku á seinasta ári og þáði það boð og lýsti yfir vilja sínum til að hjálpa liðinu að komast á HM. Hann á að baki þrjá leiki fyrir Jamaíku og hefur skorað í þeim tvö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×