Nýjustu fregnir herma að Volkswagen sjái jafnvel fyrir sér að setja rafhlöðufélagið á markað. Volkswagen hafi jafnvel hug á því þegar fram líða stundir að eiga einungis minnihluta í félaginu.
Þessar vangaveltur koma í kjölfar orða Thomas Schmall, stjórnarmanns í Volkswagen AG og framkvæmdastjóra Volkswagen Group Components í samtali við dagblaðið Frankfurter Allgemeine Sinntagszeitung.
„Ef sala rafbíla þróast eins og við reiknum með myndi það vera skynsamlegt að taka inn utanaðkomandi fjárfesta. En við myndum vilja vera við stýrið,“ sagði Schmall.

„Það þarf ekki endilega að þýða að við þurfum meirihluta,“ bætti hann við. Volkswagen gæti haldið í stjórnartaumana með auknu atkvæðavægi hluta.
Með öðrum orðum þá mun innanhúsframleiðsla Volkswagen á rafhlöðum starfa sem dótturfélag, en í framtíðinni gæti það orðið einskonat birgi með tengingu.
Þetta er sérstaklega áhugavert í ljósi nýlegra frétta af því að BMW segir of snemmt að veðja á innanhúss rafhlöðuframleiðsluað taka ákvörðun um að hefja eigin rafhlöðuframleiðslu.