Fæðingartíðni aldrei lægri í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2022 14:15 Verulega hefur dregið úr fæðingartíðni í Kína og sérfræðingar segja mögulegt að fólksfjöldi hafi náð hámarki. EPA/WU HONG Fæðingartíðni í Kína, fjölmennasta landi heims, hefur aldrei verið lægri en hún var árið 2021. Aðgerðir yfirvalda hafa ekki snúið þróun undanfarinnar ára en hækkandi framfærslukostnaður í borgum landsins hefur fælt fólk frá barneignum. Kínverjar eru einnig byrjaðir að gifta sig síðar á ævinni og konum á barnaeignaraldri hefur farið fækkandi. Árið 2021 fæddust 7,52 börn á hverja íbúa og hefur það aldrei verið lægra frá því mælingar hófust árið 1949. Alls fæddust 10,62 milljónir barna 2021, samanborið við tólf milljónir 2020. Fólksfjölgun í Kína var 0,34 prósent og hefur hún ekki verið lægri frá 1960. Kínverjum fjölgaði um um það bil 480 þúsund, úr 1,412 milljörðum í 1,4126 milljarða, samkvæmt frétt South China Morning Post (Áskriftarvefur). Yfirvöld í Kína felldu úr gildi árið 2016 reglur landsins um að pör mættu einungis eignast eitt barn og var markmiðið að reyna að draga úr öldrun íbúa landsins. Nýja takmarkið miðaði við tvö börn en í fyrra var það hækkað í þrjú börn. Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar hafa yfirvöld einnig reynt að draga úr kostnaði við að eiga börn með því að niðurgreiða þjónustu fyrir fjölskyldufólk og sömuleiðis með því að banna barnagæslu með hagnað í huga. Sérfræðingar sem fréttaveitan ræddi við segja mögulegt að fjöldi Kínverja hafi náð hámarki í fyrra. Fæðingum gæti lækkað áfram á næstu árum, verði ekki gripið til frekari aðgerða. Einn nefnir að til greina komi að gefa fjölskyldum afslætti á skatta, beinar peningagreiðslur eða mögulega setja skilyrði á fólk í atvinnulífinu þannig að fólk gæti frekar fengið stöðuhækkun í vinnu ef það eigi börn. Kína Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Kínverjar eru einnig byrjaðir að gifta sig síðar á ævinni og konum á barnaeignaraldri hefur farið fækkandi. Árið 2021 fæddust 7,52 börn á hverja íbúa og hefur það aldrei verið lægra frá því mælingar hófust árið 1949. Alls fæddust 10,62 milljónir barna 2021, samanborið við tólf milljónir 2020. Fólksfjölgun í Kína var 0,34 prósent og hefur hún ekki verið lægri frá 1960. Kínverjum fjölgaði um um það bil 480 þúsund, úr 1,412 milljörðum í 1,4126 milljarða, samkvæmt frétt South China Morning Post (Áskriftarvefur). Yfirvöld í Kína felldu úr gildi árið 2016 reglur landsins um að pör mættu einungis eignast eitt barn og var markmiðið að reyna að draga úr öldrun íbúa landsins. Nýja takmarkið miðaði við tvö börn en í fyrra var það hækkað í þrjú börn. Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar hafa yfirvöld einnig reynt að draga úr kostnaði við að eiga börn með því að niðurgreiða þjónustu fyrir fjölskyldufólk og sömuleiðis með því að banna barnagæslu með hagnað í huga. Sérfræðingar sem fréttaveitan ræddi við segja mögulegt að fjöldi Kínverja hafi náð hámarki í fyrra. Fæðingum gæti lækkað áfram á næstu árum, verði ekki gripið til frekari aðgerða. Einn nefnir að til greina komi að gefa fjölskyldum afslætti á skatta, beinar peningagreiðslur eða mögulega setja skilyrði á fólk í atvinnulífinu þannig að fólk gæti frekar fengið stöðuhækkun í vinnu ef það eigi börn.
Kína Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira