Fæðingartíðni aldrei lægri í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2022 14:15 Verulega hefur dregið úr fæðingartíðni í Kína og sérfræðingar segja mögulegt að fólksfjöldi hafi náð hámarki. EPA/WU HONG Fæðingartíðni í Kína, fjölmennasta landi heims, hefur aldrei verið lægri en hún var árið 2021. Aðgerðir yfirvalda hafa ekki snúið þróun undanfarinnar ára en hækkandi framfærslukostnaður í borgum landsins hefur fælt fólk frá barneignum. Kínverjar eru einnig byrjaðir að gifta sig síðar á ævinni og konum á barnaeignaraldri hefur farið fækkandi. Árið 2021 fæddust 7,52 börn á hverja íbúa og hefur það aldrei verið lægra frá því mælingar hófust árið 1949. Alls fæddust 10,62 milljónir barna 2021, samanborið við tólf milljónir 2020. Fólksfjölgun í Kína var 0,34 prósent og hefur hún ekki verið lægri frá 1960. Kínverjum fjölgaði um um það bil 480 þúsund, úr 1,412 milljörðum í 1,4126 milljarða, samkvæmt frétt South China Morning Post (Áskriftarvefur). Yfirvöld í Kína felldu úr gildi árið 2016 reglur landsins um að pör mættu einungis eignast eitt barn og var markmiðið að reyna að draga úr öldrun íbúa landsins. Nýja takmarkið miðaði við tvö börn en í fyrra var það hækkað í þrjú börn. Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar hafa yfirvöld einnig reynt að draga úr kostnaði við að eiga börn með því að niðurgreiða þjónustu fyrir fjölskyldufólk og sömuleiðis með því að banna barnagæslu með hagnað í huga. Sérfræðingar sem fréttaveitan ræddi við segja mögulegt að fjöldi Kínverja hafi náð hámarki í fyrra. Fæðingum gæti lækkað áfram á næstu árum, verði ekki gripið til frekari aðgerða. Einn nefnir að til greina komi að gefa fjölskyldum afslætti á skatta, beinar peningagreiðslur eða mögulega setja skilyrði á fólk í atvinnulífinu þannig að fólk gæti frekar fengið stöðuhækkun í vinnu ef það eigi börn. Kína Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Kínverjar eru einnig byrjaðir að gifta sig síðar á ævinni og konum á barnaeignaraldri hefur farið fækkandi. Árið 2021 fæddust 7,52 börn á hverja íbúa og hefur það aldrei verið lægra frá því mælingar hófust árið 1949. Alls fæddust 10,62 milljónir barna 2021, samanborið við tólf milljónir 2020. Fólksfjölgun í Kína var 0,34 prósent og hefur hún ekki verið lægri frá 1960. Kínverjum fjölgaði um um það bil 480 þúsund, úr 1,412 milljörðum í 1,4126 milljarða, samkvæmt frétt South China Morning Post (Áskriftarvefur). Yfirvöld í Kína felldu úr gildi árið 2016 reglur landsins um að pör mættu einungis eignast eitt barn og var markmiðið að reyna að draga úr öldrun íbúa landsins. Nýja takmarkið miðaði við tvö börn en í fyrra var það hækkað í þrjú börn. Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar hafa yfirvöld einnig reynt að draga úr kostnaði við að eiga börn með því að niðurgreiða þjónustu fyrir fjölskyldufólk og sömuleiðis með því að banna barnagæslu með hagnað í huga. Sérfræðingar sem fréttaveitan ræddi við segja mögulegt að fjöldi Kínverja hafi náð hámarki í fyrra. Fæðingum gæti lækkað áfram á næstu árum, verði ekki gripið til frekari aðgerða. Einn nefnir að til greina komi að gefa fjölskyldum afslætti á skatta, beinar peningagreiðslur eða mögulega setja skilyrði á fólk í atvinnulífinu þannig að fólk gæti frekar fengið stöðuhækkun í vinnu ef það eigi börn.
Kína Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira