Enski boltinn

United að vinna en Ron­aldo eins og smá­strákur í fýlu þegar hann var tekinn af velli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo tókst ekki að skora áður en hann var tekinn af velli og var ekki sáttur.
Cristiano Ronaldo tókst ekki að skora áður en hann var tekinn af velli og var ekki sáttur. AP/Matt Dunham

Cristiano Ronaldo var allt annað en sáttur þegar hann þurfti að víkja á 71. mínútu í leik Manchester United og Brentford í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi

Ronaldo kvartaði mikið eftir skiptinguna og sýndi öllum sem vildu sjá hversu óánægður hann var. Hann var búinn að missa af tveimur síðustu leikjum liðsins vegna meiðsla.



Ralf Rangnick sagði eftir leikinn að það væri eðlilegt að 36 ára leikmaður hagaði sér svona eftir að hafa verið tekinn af velli þegar lið hans er að vinna 2-0. Hann var eins og smástrákur í fýlu.

Það eru örugglega allir ósáttir við að vera teknir af velli en flestir fela það nú betur en Ronaldo.

Lykilatriðið var örugglega að Ronaldo hafði ekki tekist að skora þótt að Manchester United væri komið í 2-0 með mörkum Anthony Elanga og Mason Greenwood. Marcus Rashford skoraði síðan þriðja markið í þessum 3-1 sigri eftir að Ronaldo var farinn af velli.

Þetta var í fjórða skiptið sem Ronaldo var tekinn af velli í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu en í fyrsta sinn sem hann hafði ekki skorað mark þegar hann yfirgaf völlinn.

Ronaldo var með mark og stoðsendingu á móti Tottenham áður en hann var tekinn út af, hann skoraði tvö mörk á móti Arsenal áður en hann þurfti að yfirgefa völlinn og hann var með mark og stoðsendingu áður en hann fór af velli á 90. mínútu á móti Burnley.

Áhorfendur náði myndbandi af Ronaldo þegar hann kom af velli og sjónvarpsvélarnar voru líka á honum. Það má sjá það myndband hér fyrir neðan sem og fleiri myndir af honum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×