Liverpool nálgast toppliðið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alex Oxlade-Chamberlain fagnar með samherjum sínum eftir að hafa skorað seinna mark Liverpool.
Alex Oxlade-Chamberlain fagnar með samherjum sínum eftir að hafa skorað seinna mark Liverpool. Alex Pantling/Getty Images

Liverpool vann mikilvægan 2-1 sigur er liðið heimsótti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Sigurinn var ekki síst mikilvægur þar sem topplið Manchester City tapaði stigum í gær.

Gestirnir frá Liverpool tóku forystuna strax á áttundu mínútu þegar Virgil van Dijk stangaði hornspyrnu Andy Robertson í netið.

Robertson lagði svo upp sitt annað mark þegar fyrirgjöf hans fann Alex Oxlade-Chamberlain sem breytti stöðunni í 2-0.

Heimamenn í Crystal Palace fengu nokkur álitleg færi til að skora í fyrri hálfleiknum, en ekki gekk það eftir og því var staðan 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja.

Þeir náðu loksins að minnka muninn á 55. mínútu með marki frá Odsonne Edouard eftir undirbúning Jean-Philippe Mateta.

Liverpool endurheimti þó tveggja marka forystu þegar Fabinho skoraði úr vítaspyrnu eftir að Vicente Guaita braut á Diogo Jota innan vítateigs.

Lokatölur urðu því 3-1 og Liverpool situr nú í öðru sæti deildarinnar með 48 stig eftir 22 leiki og á einn leik til góða á topplið Manchester City sem er með 57 stig.

Crystal Palace situr hins vegar í 13. sæti deildarinnar með 24 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira