Enski boltinn

Norwich sendi Watford niður í fallsvæðið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Joshua Sargent skoraði tvö mörk fyrir Norwich í kvöld.
Joshua Sargent skoraði tvö mörk fyrir Norwich í kvöld. Catherine Ivill/Getty Images

Norwich vann mikilvægan 3-0 útisigur er liðið heimsótti Watford í fallbaráttuslag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Hvorugu liðinu tóks að koma boltanum í netið í fyrri hálfleik, og fyrsta mark leiksins leit ekki dagsins ljós fyrr en á 51. mínútu. Þar var á ferðinni Joshua Sargent eftir stoðsendingu frá Teemu Pukki.

Eftir um klukkutíma leik þurfti að gera rúmlega tíu mínútna hlé á leiknum þar sem að ljósin á Vicarage Road slokknuðu. Þau komust þó aftur í gang og hægt var að halda leik áfram.

Joshua Sargent bætti svo öðru marki sínu og öðru marki Norwich við þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka, í þetta sinn eftir stoðsendingu Milot Rashica.

Ekki varð róðurinn léttari fyrir Watford þegar einn þeirra helsti markaskorari, Emmanuel Dennis, nældi sér í sitt annað gula spjald á 78. mínútu og þar með rautt.

Gestirnir í Watford nýttu sér loks liðsmuninn í uppbótartíma þegar fyrigjöf Adam Idah fór af Juraj Kucka og í hans eigið net.

Lokatölur urðu 3-0 sigur Watford og er liðið nú í 17. sæti deildarinnar með 16 stig eftir 22 leiki, stigi fyrir ofan Watford sem situr nú í fallsæti, en hefur leikið tveimur leikjum minna en Norwich.

Fyrir leik kvöldsins hafði Norwich aðeins skorað tíu mörk í 21 deildarleik, og því gæti það talist ansi óvænt að liðið hafi skorað þrjú í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×