Sjóvá riftir samningi við FÍB Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 23. janúar 2022 07:00 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Vísir Samkvæmt frétt á heimasíðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) frá því á föstudag hefur tryggingafélagið Sjóvá rift samningi sínum við FÍB. Í fréttinni er talað um að riftunin komi einungis „nokkrum vikum eftir að FÍB gagnrýndi tryggingafélagið fyrir milljarða króna greiðslur til hluthafa.“ Samningur um að FÍB-aðstoð annist Vegaaðstoð Sjóvár hefur verið í gildi síðan 2007. Samkvæmt fréttinni á vef FÍB hafa engar skýringar borist vegna fyrirvaralausrar uppsagnar. Samningurinn um Vegaaðstoð fyrir félaga í Stofni hjá Sjóvá snérist um að Sjóvá greiddi mánaðarlegt fast gjald fyrir umsjón með þjónustunni. Sjóvá þurfti ekki að reka eigin aðstoðarþjónustu og FÍB gat nýtt samlegðaráhrif með eigin aðstoðarþjónustu fyrir þá rúmlega 18 þúsund aðila sem eru félagsmenn í FÍB. Þá segir enn frekar á vef FÍB að ekki sé „hægt að álykta annað en að stjórnendur Sjóvár hafi sagt viðskiptunum upp til að refsa FÍB fyrir gagnrýni á 5 milljarða króna greiðslu til hluthafa tryggingafélagsins. Uppsögnin barst í lok október, aðeins fjórum vikum eftir að FÍB birti áskorun til Sjóvár um að skila ofteknum iðgjöldum til viðskiptavina frekar en láta þau renna í vasa hluthafa.“ „Tímasetning uppsagnarinnar sýnir ofurviðkvæmni stjórnenda Sjóvár fyrir heilbrigðu aðhaldi hagsmunasamtaka neytenda. Hvernig staðið var að uppsögninni staðfestir þá ályktun FÍB. Í samningnum eru ákvæði um að aðilar hans skuli leitast við að ná samkomulagi ef þörf krefur. Ekkert slíkt var reynt af hálfu Sjóvár, aðeins einföld uppsögn á almennt netfang FÍB,“ segir enn frekar á vef FÍB. Aðfinnslur FÍB snúast um að Sjóvá hafi greitt hluthöfum sínum samtals rúmlega fimm milljarða króna í arðgreiðslur. FÍB telur að Sjóvá sitji á umtalsverðum fjármunum sem að miklu leyti hafi orðið til vegna oftekinna iðgjalda, ekki síst af bifreiðatryggingum. FÍB skoraði á stjórn Sjóvá, þann 29. september síðastliðinn að leggja til við hluthafafund að greiðslurnar gengju frekar til viðskiptavina. Samkvæmt vefsíðu FÍB eiga lífeyrissjóðir launafólks 48,3% hlutafjár í Sjóvá. Tryggingar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent
Samningur um að FÍB-aðstoð annist Vegaaðstoð Sjóvár hefur verið í gildi síðan 2007. Samkvæmt fréttinni á vef FÍB hafa engar skýringar borist vegna fyrirvaralausrar uppsagnar. Samningurinn um Vegaaðstoð fyrir félaga í Stofni hjá Sjóvá snérist um að Sjóvá greiddi mánaðarlegt fast gjald fyrir umsjón með þjónustunni. Sjóvá þurfti ekki að reka eigin aðstoðarþjónustu og FÍB gat nýtt samlegðaráhrif með eigin aðstoðarþjónustu fyrir þá rúmlega 18 þúsund aðila sem eru félagsmenn í FÍB. Þá segir enn frekar á vef FÍB að ekki sé „hægt að álykta annað en að stjórnendur Sjóvár hafi sagt viðskiptunum upp til að refsa FÍB fyrir gagnrýni á 5 milljarða króna greiðslu til hluthafa tryggingafélagsins. Uppsögnin barst í lok október, aðeins fjórum vikum eftir að FÍB birti áskorun til Sjóvár um að skila ofteknum iðgjöldum til viðskiptavina frekar en láta þau renna í vasa hluthafa.“ „Tímasetning uppsagnarinnar sýnir ofurviðkvæmni stjórnenda Sjóvár fyrir heilbrigðu aðhaldi hagsmunasamtaka neytenda. Hvernig staðið var að uppsögninni staðfestir þá ályktun FÍB. Í samningnum eru ákvæði um að aðilar hans skuli leitast við að ná samkomulagi ef þörf krefur. Ekkert slíkt var reynt af hálfu Sjóvár, aðeins einföld uppsögn á almennt netfang FÍB,“ segir enn frekar á vef FÍB. Aðfinnslur FÍB snúast um að Sjóvá hafi greitt hluthöfum sínum samtals rúmlega fimm milljarða króna í arðgreiðslur. FÍB telur að Sjóvá sitji á umtalsverðum fjármunum sem að miklu leyti hafi orðið til vegna oftekinna iðgjalda, ekki síst af bifreiðatryggingum. FÍB skoraði á stjórn Sjóvá, þann 29. september síðastliðinn að leggja til við hluthafafund að greiðslurnar gengju frekar til viðskiptavina. Samkvæmt vefsíðu FÍB eiga lífeyrissjóðir launafólks 48,3% hlutafjár í Sjóvá.
Tryggingar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent