Enski boltinn

Martial lánaður frá United til Sevilla

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Anthony Martial mun leika með Sevilla á Spáni út tímabilið.
Anthony Martial mun leika með Sevilla á Spáni út tímabilið. Getty/Matthew Peters

Franski sóknarmaðurinn Anthony Martial er genginn í raðir spænska úrvalsdeildarfélagsins Sevilla á láni frá Manchester United.

Sevilla borgar United ekkert fyrir þjónustu Martial, en mun greiða laun leikmannsins út tímabilið.

Þrátt fyrir áhuga frá stórliðum á borð við Barcelona og Juventus kaus Martial að ganga til liðs við Sevilla þar sem hann hefur trú á því að þar fái hann að spila sem mest.

Martial gekk í raðir United frá Monaco árið 2015 og var þá dýrasti táningur heims. Hann hefur leikið 269 leiki fyrir United og skorað í þeim 79 mörk.

Hann hefur hins vegar ekki verið ofarlega í goggunarröðinni eftir að Cristiano Ronaldo og Jadon Sancho komu til sögunnar og hefur verið að leita sér að liði þar sem hann fær meiri tíma á vellinum síðan í desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×