Guardiola setur enn eitt metið | Enginn fljótari í 500 stig Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. janúar 2022 07:01 Pep Guardiola hefur sett hvert metið á fætur öðru síðan hann tók við Manchester City fyrir tæpum sex árum. Naomi Baker/Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur sett hvert metið á fætur öðru síðan hann tók við liðinu árið 2016. Fyrir leik Manchester City og Southampton sem fram fór á laugardaginn hafði City náð í 499 stig í stjóratíð Spánverjans. Liðin skildu jöfn 1-1 og því var stig númer 500 komið í hús hjá stjóranum. Þessi 500 stig sótti Pep í aðeins 213 leikjum, en það gera rúmlega 2,3 stig að meðaltali í leik. Enginn stjóri hefur náð í 500 stig í færri leikjum en Pep, en áður átti José Mourinho metið. Portúgalinn þurfti 231 leik til að safna jafn mörgum stigum og kollegi sinn. A look at Pep's incredible impact during his time in the @premierleague! 📊🔥Download 👉 https://t.co/hquZ2Stav3— Manchester City (@ManCity) January 25, 2022 Í tilefni af þessu nýjasta meti stjórans ákvað opinber heimasíða Manchester City að fara yfir öll þau met sem Pep hefur sett í stjóratíð sinni, en hér verður litið yfir nokkur þeirra. Hann var til að mynda einnig sá stjóri sem þurfti fæsta leiki til að ná 300 (125 leikir) og 400 (172 leikir) stigum, og þá hefur ekkert lið skorað 500 mörk í færri leikjum en undir stjórn hans. Það var Englendingurinn Phil Foden sem skoraði mark númer 500 í 7-0 sigri City gegn Leeds í desember. Þá hefur engum stjóra tekist að vinna 150 deildarleiki í ensku úrvalsdeildinni í færri leikjum en Guardiola, en Spánverjinn þurfti aðeins 204 leiki til að klára það verkefni. Það þýðir að í fyrstu 204 leikjum City undir hans stjórn er liðið með tæplega 74 prósent sigurhlutfall. Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira
Fyrir leik Manchester City og Southampton sem fram fór á laugardaginn hafði City náð í 499 stig í stjóratíð Spánverjans. Liðin skildu jöfn 1-1 og því var stig númer 500 komið í hús hjá stjóranum. Þessi 500 stig sótti Pep í aðeins 213 leikjum, en það gera rúmlega 2,3 stig að meðaltali í leik. Enginn stjóri hefur náð í 500 stig í færri leikjum en Pep, en áður átti José Mourinho metið. Portúgalinn þurfti 231 leik til að safna jafn mörgum stigum og kollegi sinn. A look at Pep's incredible impact during his time in the @premierleague! 📊🔥Download 👉 https://t.co/hquZ2Stav3— Manchester City (@ManCity) January 25, 2022 Í tilefni af þessu nýjasta meti stjórans ákvað opinber heimasíða Manchester City að fara yfir öll þau met sem Pep hefur sett í stjóratíð sinni, en hér verður litið yfir nokkur þeirra. Hann var til að mynda einnig sá stjóri sem þurfti fæsta leiki til að ná 300 (125 leikir) og 400 (172 leikir) stigum, og þá hefur ekkert lið skorað 500 mörk í færri leikjum en undir stjórn hans. Það var Englendingurinn Phil Foden sem skoraði mark númer 500 í 7-0 sigri City gegn Leeds í desember. Þá hefur engum stjóra tekist að vinna 150 deildarleiki í ensku úrvalsdeildinni í færri leikjum en Guardiola, en Spánverjinn þurfti aðeins 204 leiki til að klára það verkefni. Það þýðir að í fyrstu 204 leikjum City undir hans stjórn er liðið með tæplega 74 prósent sigurhlutfall.
Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira