Moldríki Íslandsvinurinn gæti keypt Man Utd en ekki eins og það er rekið í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2022 12:12 Sir Jim Ratcliffe á nóg af peningum og er stuðningsmaður Manchester United. Þess vegna vilja margir stuðningsmenn sjá hann kaupa félagið. Samsett/EPA Stuðningsmenn Manchester United dreymir flestir um að losna við núverandi eigendur, hina óvinsælu Glazer fjölskyldu frá Bandaríkjunum. Það er einn maður sem hefur verið nefndur til sögunnar en hann er bæði mjög ríkur sem og mikill stuðningsmaður félagsins. Nafn Íslandsvinarins Sir Jim Ratcliffe var aftur nefnt til sögunnar í tengslum við Manchester United í vikunni eftir að fréttist af því franska félagið Nice vilji fá Manchester United manninn Jesse Lingard á láni fram á sumar. Við Íslendingar þekkjum vel til Ratcliffe sem er mikill aðdáandi landsins og hefur sýnt það í verki með því að kaupa upp margar jarðir í kringum laxveiðiár á Austurlandi. Hann hefur ekki aðeins áhuga á íslenskum jörðum heldur er hann einnig mikill íþróttaáhugamaður. Hann keypti hjólareiðaliðið Team Sky á sínum tíma, fyrsta fótboltafélagið hans var FC Lausanne-Sport frá Sviss og þá hefur hann einnig keypt í formúlu eitt liðinu Mercedes-Benz. Britain's richest man has explained to Manchester United what they must change before he'll buy them https://t.co/4kirBHmDrg pic.twitter.com/b9BbJbMKL1— Mirror Football (@MirrorFootball) January 26, 2022 Sir Jim Ratcliffe ákvað súðan að kaupa frekar franska félagið Nice fyrir nokkrum árum heldur en að reyna við liðið sem hann heldur með í enska boltanum, nefnilega Manchester United. The Mirror fjallar um möguleg kaup Ratcliffe á Manchester United en samkvæmt fólki í kringum hann eru einhverjar líkur á því að hann reyni að kaupa enskt fótboltafélag í framtíðinni. Blaðið rifjaði upp viðtal við Ratcliffe frá því í nóvember 2019 þar sem hann gagnrýndi félagið sitt og stjórnleysið eftir að Sir Alex Ferguson hætti í maí 2013. „Nei ekki eins og er,“ svaraði Ratcliffe þegar hann var spurður árið 2019 um hvort hann hefði áhuga á því að kaupa Manchester United. „Mitt fyrirtæki [Ineos] vill alls ekki vera ríki vitleysingurinn í bænum. Þeir hafa ekki fundið rétta stjórann og þeir hafa ekki eytt skynsamlega í leikmenn,“ sagði Ratcliffe. „Þeir hafa eytt peningum í vitleysu eins og sést á leikmönnum eins og Fred. Við munum ekki horfa annað fyrr en við höfðum reynt fyrir okkur hér hjá Nice,“ sagði Ratcliffe. „United hefur eytt gríðarlegum pening í leikmenn síðan Ferguson fór og hafa verið slakir, sjokkerandi slakir ef ég segi alveg eins og er,“ sagði Ratcliffe. „Við viljum finna það út hvernig þú nærð árangri áður en þú skrifar stóru ávísunina. Það er mjög erfitt,“ sagði Ratcliffe. Hann segir mikilvægt að horfa til nærumhverfisins og finna unga leikmenn sem hægt er að gera að öflugum leikmönnum í framtíðinni. Síðan hann tók yfir Nice í ágúst 2019 þá hefur félagið endaði í fimmta og níunda sæti í frönsku deildinni. Liðið er eins og er í öðru sætinu, ellefu stigum á eftir toppliði Paris Saint-Germain. Nice á því góða möguleika á því að komast í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira
Nafn Íslandsvinarins Sir Jim Ratcliffe var aftur nefnt til sögunnar í tengslum við Manchester United í vikunni eftir að fréttist af því franska félagið Nice vilji fá Manchester United manninn Jesse Lingard á láni fram á sumar. Við Íslendingar þekkjum vel til Ratcliffe sem er mikill aðdáandi landsins og hefur sýnt það í verki með því að kaupa upp margar jarðir í kringum laxveiðiár á Austurlandi. Hann hefur ekki aðeins áhuga á íslenskum jörðum heldur er hann einnig mikill íþróttaáhugamaður. Hann keypti hjólareiðaliðið Team Sky á sínum tíma, fyrsta fótboltafélagið hans var FC Lausanne-Sport frá Sviss og þá hefur hann einnig keypt í formúlu eitt liðinu Mercedes-Benz. Britain's richest man has explained to Manchester United what they must change before he'll buy them https://t.co/4kirBHmDrg pic.twitter.com/b9BbJbMKL1— Mirror Football (@MirrorFootball) January 26, 2022 Sir Jim Ratcliffe ákvað súðan að kaupa frekar franska félagið Nice fyrir nokkrum árum heldur en að reyna við liðið sem hann heldur með í enska boltanum, nefnilega Manchester United. The Mirror fjallar um möguleg kaup Ratcliffe á Manchester United en samkvæmt fólki í kringum hann eru einhverjar líkur á því að hann reyni að kaupa enskt fótboltafélag í framtíðinni. Blaðið rifjaði upp viðtal við Ratcliffe frá því í nóvember 2019 þar sem hann gagnrýndi félagið sitt og stjórnleysið eftir að Sir Alex Ferguson hætti í maí 2013. „Nei ekki eins og er,“ svaraði Ratcliffe þegar hann var spurður árið 2019 um hvort hann hefði áhuga á því að kaupa Manchester United. „Mitt fyrirtæki [Ineos] vill alls ekki vera ríki vitleysingurinn í bænum. Þeir hafa ekki fundið rétta stjórann og þeir hafa ekki eytt skynsamlega í leikmenn,“ sagði Ratcliffe. „Þeir hafa eytt peningum í vitleysu eins og sést á leikmönnum eins og Fred. Við munum ekki horfa annað fyrr en við höfðum reynt fyrir okkur hér hjá Nice,“ sagði Ratcliffe. „United hefur eytt gríðarlegum pening í leikmenn síðan Ferguson fór og hafa verið slakir, sjokkerandi slakir ef ég segi alveg eins og er,“ sagði Ratcliffe. „Við viljum finna það út hvernig þú nærð árangri áður en þú skrifar stóru ávísunina. Það er mjög erfitt,“ sagði Ratcliffe. Hann segir mikilvægt að horfa til nærumhverfisins og finna unga leikmenn sem hægt er að gera að öflugum leikmönnum í framtíðinni. Síðan hann tók yfir Nice í ágúst 2019 þá hefur félagið endaði í fimmta og níunda sæti í frönsku deildinni. Liðið er eins og er í öðru sætinu, ellefu stigum á eftir toppliði Paris Saint-Germain. Nice á því góða möguleika á því að komast í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti