Nýi leikmaður Liverpool glímdi við vannæringu sem krakki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2022 08:00 Luiz Diaz í leik með Porto í Meistaradeildinni. EPA-EFE/JOSE COELHO Nýjasti leikmaður Liverpool á sér ævintýralega sögu en framtíðin var ekki björt þegar hann var að alast upp í Kólumbíu. Kólumbíumaðurinn Luiz Diaz tók risastórt skref á fótboltaferli sínum um helgina þegar Liverpool keypti hann frá Porto í Portúgal. Saga hans er í raun ævintýraleg saga stráks sem tókst að vinna sig upp úr mikilli fátækt. "He can shoot from distance, he's comfortable with his two feet, he can dribble, he can open up defences, he can score. What can't he do? But, believe it or not, he's yet to reach his ceiling"Piece for @BBCSport on Liverpool new signing Luis Diaz https://t.co/0mAAHK2yBR— Marcus Alves (@_marcus_alves) January 30, 2022 Luiz Diaz hefur spilað undanfarin þrjú ár með Porto í Portúgal eða síðan hann var 22 ára gamall. Hann er gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður, getur notað báða fætur, er eldfljótur, með mikla tækni og getur skorað mörk. Það er margt spennandi við þennan leikmann ekki síst sú staðreynd að hann ætti að geta orðið enn betri undir leiðsögn Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool. Árangur Luiz Diaz á fótboltaferlinum er ekki síst merkileg vegna þess hvaðan hann kemur. Hann er úr Wayuu-þjóðflokknum í Kólumbíu og kemur frá La Guajira svæðinu í Kólumbíu sem kólumbísk stjórnvöld hafa lengstum látið umhirðulaus. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Þar er fátæktin og eymdin mikil sem þýðir að líkurnar á að drengur komust þaðan í eitt besta fótboltafélag heims eru litlar sem engar. Þegar þjálfarinn John Pocillo Diaz sá Luiz Diaz fyrst á úrtökuæfingum fyrir unglingalandslið Kólumbíu þá tók hann eftir því hversu vannærður og kraftlaus Luiz var. Hann hafði hins vegar hraða og tækni sem dugðu honum til að vinna sér sæti í liðinu. Luiz náði að skapa sér nafn í heimlandinu og fékk frekari tækifæri með yngri landsliðunum. Á þessum árum lagði hann höfuðáherslu á að styrkja sig og þyngja sig enda þurfti hann mikið á því að halda. Í umfjöllun BBC kemur fram að hann hafi borðað pasta í morgunmat á þessum árum og tókst honum að þyngja sig um tíu kíló. Luis Díaz, de origen wayuu, representa el talento y perseverancia de nuestras culturas indígenas. Aplausos al goleador de la Copa América. pic.twitter.com/VXKEvIbP8u— NelsonFredyPadillaC (@NelsonFredyPadi) July 10, 2021 Hann varð kólumbískur meistari með Atletico Junior áður en hann færði sig yfir Atlantshafið til Porto í Portúgal sumarið 2019. Frægustu fótboltamenn Kólumbíu, Radamel Falcao og James Rodríguez, sannfærður hann um að fara frekar þangað en til Zenit Saint Petersburg. Luiz vann sér sæti í liði Porto og stóð sig ágætlega en hann tók stóra stökkið á síðasta hálfa árinu. #CopaAmérica ¡QUÉ GOLAZO! Luis Díaz abrió el marcador con una hermosa pirueta para ColombiaGOOOLAÇO DA COLÔMBIA! Luis Díaz abre o placar para @FCFSeleccionCol Brasil Colômbia #VibraElContinente #VibraOContinente pic.twitter.com/PgTJBD4Yk7— Copa América (@CopaAmerica) June 24, 2021 Luiz Diaz var magnaður með kólumbíska landsliðinu í Suðurameríkukeppninni síðasta sumar þar sem hann skoraði á móti Brasilíu og Argentínu og endaði sem markahæsti maður keppninnar ásamt Lionel Messi. Hér fyrir ofan má sjá markið sem hann skoraði á móti Brasilíu. Diaz kom með bullandi sjálfstraust inn í tímabilið með Porto og hefur skorað 14 mörk í 18 deildarleikjum á þessari leiktíð. Hann skoraði bæði í heima- og útileiknum á móti AC Milan í Meistaradeildinni. #OrgulloIndígena| Desde @ONIC_Colombia nos alegra el llamado que le hace la @FCFSeleccionCol a Luis Díaz, joven Wayuu que inició su camino deportivo en nuestra Selección Colombia Indígena, como apuesta de paz más allá del balón. @luiskankui @JuniorClubSA @PibeValderramaP. pic.twitter.com/s7uj5CDp9x— Organización Nacional Indígena de Colombia - ONIC (@ONIC_Colombia) August 28, 2018 Enski boltinn Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Fleiri fréttir Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Sjá meira
Kólumbíumaðurinn Luiz Diaz tók risastórt skref á fótboltaferli sínum um helgina þegar Liverpool keypti hann frá Porto í Portúgal. Saga hans er í raun ævintýraleg saga stráks sem tókst að vinna sig upp úr mikilli fátækt. "He can shoot from distance, he's comfortable with his two feet, he can dribble, he can open up defences, he can score. What can't he do? But, believe it or not, he's yet to reach his ceiling"Piece for @BBCSport on Liverpool new signing Luis Diaz https://t.co/0mAAHK2yBR— Marcus Alves (@_marcus_alves) January 30, 2022 Luiz Diaz hefur spilað undanfarin þrjú ár með Porto í Portúgal eða síðan hann var 22 ára gamall. Hann er gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður, getur notað báða fætur, er eldfljótur, með mikla tækni og getur skorað mörk. Það er margt spennandi við þennan leikmann ekki síst sú staðreynd að hann ætti að geta orðið enn betri undir leiðsögn Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool. Árangur Luiz Diaz á fótboltaferlinum er ekki síst merkileg vegna þess hvaðan hann kemur. Hann er úr Wayuu-þjóðflokknum í Kólumbíu og kemur frá La Guajira svæðinu í Kólumbíu sem kólumbísk stjórnvöld hafa lengstum látið umhirðulaus. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Þar er fátæktin og eymdin mikil sem þýðir að líkurnar á að drengur komust þaðan í eitt besta fótboltafélag heims eru litlar sem engar. Þegar þjálfarinn John Pocillo Diaz sá Luiz Diaz fyrst á úrtökuæfingum fyrir unglingalandslið Kólumbíu þá tók hann eftir því hversu vannærður og kraftlaus Luiz var. Hann hafði hins vegar hraða og tækni sem dugðu honum til að vinna sér sæti í liðinu. Luiz náði að skapa sér nafn í heimlandinu og fékk frekari tækifæri með yngri landsliðunum. Á þessum árum lagði hann höfuðáherslu á að styrkja sig og þyngja sig enda þurfti hann mikið á því að halda. Í umfjöllun BBC kemur fram að hann hafi borðað pasta í morgunmat á þessum árum og tókst honum að þyngja sig um tíu kíló. Luis Díaz, de origen wayuu, representa el talento y perseverancia de nuestras culturas indígenas. Aplausos al goleador de la Copa América. pic.twitter.com/VXKEvIbP8u— NelsonFredyPadillaC (@NelsonFredyPadi) July 10, 2021 Hann varð kólumbískur meistari með Atletico Junior áður en hann færði sig yfir Atlantshafið til Porto í Portúgal sumarið 2019. Frægustu fótboltamenn Kólumbíu, Radamel Falcao og James Rodríguez, sannfærður hann um að fara frekar þangað en til Zenit Saint Petersburg. Luiz vann sér sæti í liði Porto og stóð sig ágætlega en hann tók stóra stökkið á síðasta hálfa árinu. #CopaAmérica ¡QUÉ GOLAZO! Luis Díaz abrió el marcador con una hermosa pirueta para ColombiaGOOOLAÇO DA COLÔMBIA! Luis Díaz abre o placar para @FCFSeleccionCol Brasil Colômbia #VibraElContinente #VibraOContinente pic.twitter.com/PgTJBD4Yk7— Copa América (@CopaAmerica) June 24, 2021 Luiz Diaz var magnaður með kólumbíska landsliðinu í Suðurameríkukeppninni síðasta sumar þar sem hann skoraði á móti Brasilíu og Argentínu og endaði sem markahæsti maður keppninnar ásamt Lionel Messi. Hér fyrir ofan má sjá markið sem hann skoraði á móti Brasilíu. Diaz kom með bullandi sjálfstraust inn í tímabilið með Porto og hefur skorað 14 mörk í 18 deildarleikjum á þessari leiktíð. Hann skoraði bæði í heima- og útileiknum á móti AC Milan í Meistaradeildinni. #OrgulloIndígena| Desde @ONIC_Colombia nos alegra el llamado que le hace la @FCFSeleccionCol a Luis Díaz, joven Wayuu que inició su camino deportivo en nuestra Selección Colombia Indígena, como apuesta de paz más allá del balón. @luiskankui @JuniorClubSA @PibeValderramaP. pic.twitter.com/s7uj5CDp9x— Organización Nacional Indígena de Colombia - ONIC (@ONIC_Colombia) August 28, 2018
Enski boltinn Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Fleiri fréttir Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Sjá meira