Enski boltinn

Jón Daði kom inn af bekknum í öðrum sigri Bolton

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jón Daði Böðvarsson í leik með íslenska landsliðinu.
Jón Daði Böðvarsson í leik með íslenska landsliðinu. Getty

Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson kom inn af varamannabekknum er Bolton vann sinn fjórða leik í röð í ensku C-deildinni í kvöld. Liðið tók á móti Cambridge United og vann góðan 2-0 sigur.

Amadou Bakayoko kom heimamönnum í Bolton yfir stuttu fyrir hálfleik og staðan var því 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja.

Annað og síðasta mark leiksins skoraði Oladapo Afolayan þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka og niðurstaðan varð 2-0 sigur heimamanna.

Jón Daði kom inn af varamannabekk Bolton á 64. mínútu, en liðið hefur verið á góðri siglingu síðan Selfyssingurinn gekk í raðir þess í seinasta mánuði. Bolton situr nú í ellefta sæti deildarinnar með 38 stig, tólf stigum á eftir Oxford sem situr í sjötta og seinasta umspilssætinu um sæti í B-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×