Enski boltinn

Pogba klár í slaginn en Lingard gefið stutt frí

Sindri Sverrisson skrifar
Endurkoma Pauls Pogba ætti að styrkja lið Manchester United nú þegar leikir í enska bikarnum, úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu eru fram undan.
Endurkoma Pauls Pogba ætti að styrkja lið Manchester United nú þegar leikir í enska bikarnum, úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu eru fram undan. Getty/Francesco Scaccianoce

Paul Pogba spilar líklega sinn fyrsta leik í þrjá mánuði fyrir Manchester United á morgun gegn Middlesbrough í ensku bikarkeppninni.

Pogba meiddist í nára þegar hann var með franska landsliðinu í nóvember en Ralf Rangnick, knattspyrnustjóri United, sagði á blaðamannafundi í dag að Pogba yrði í leikmannahópnum á morgun og meira að segja mögulega í byrjunarliðinu.

Jesse Lingard verður hins vegar ekki með United en hann bað um frí fram á mánudag til að hreinsa hugann eftir því að hafa virst nálægt því að fara að láni til Newcastle. Nú þegar ljóst er að Mason Greenwood spilar ekki með United á næstunni, þar sem hann sætir lögreglurannsókn vegna gruns um heimilisofbeldi, er meiri þörf en áður fyrir Lingard.

„Hann fór ekki, vegna þess að við lentum í vandamáli með Mason Greenwood. Einnig vegna þess að félagið komst ekki að samkomulagi við annað félag,“ sagði Rangnick.


Tengdar fréttir

Greenwood laus gegn tryggingu

Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi gegn tryggingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×