Segir að slæmt samband sitt við Arteta hafi átt stóran þátt í brottförinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. febrúar 2022 23:31 Samband Pierre-Emerick Aubameyang og Mikel Arteta var orðið ansi súrt undir lokin. Richard Heathcote/Getty Images Pierre-Emerick Aubameyang, fyrrum framherji Arsenal, segir að samband hans við þjálfara liðsins, Mikel Arteta, hafi verið orðið stirt og það hafi spilað stórt hlutverk í ákvörðun hans um að yfirgefa Arsenal og ganga í raðir Barcelona. Aubameyang gekk í raðir Barcelona á frjálsri sölu á lokadegi félagsskiptagluggans eftir að leikmaðurinn hafði misst fyrirliðabandið hjá Arsenal í desember. Bandið var tekið af framherjanum eftir að hann gerðist sekur um agabrot, en hann lék sinn seinasta leik fyrir Arsenal þegar hann kom inn á sem varamaður í 2-1 tapi gegn Everton þann 6. desember. Eins og áður segir var samband framherjans við Mikel Arteta, þjálfara liðsins, orðið stirt og leikmaðurinn segir að það hafi átt stóran þátt í ákvörðun hans um að yfirgefa félagið. „Ég held að þetta hafi bara verið vandamál fyrir hann,“ sagði Aubameyang þegar hann var kynntur sem leikmaður Barcelona á heimavelli liðsins í vikunni. „Ég get í rauninni ekki sagt ykkur mikið. Hann var ekki kátur og þannig var það bara. Ég get ekki sagt meira af því að það er það sem gerðist. Ég var ekki ánægður og ég hef það betra svona.“ Aubameyang segir að hann hafi upplifað erfiða tíma að undanförnu, en að hann hafi aldrei viljað gera neitt slæmt. „Þetta voru flóknir mánuðir og stundum er fótboltinn bara þannig. Ef ég þyrfti að segja eitthvað um þetta þá myndi ég segja fyrir mína hönd að ég vildi aldrei gera neitt slæmt.“ „En það er í fortíðinni og ég þarf að gleyma þessu. Ég vil hugsa í núinu,“ sagði framherjinn að lokum. Aubameyang gekk í raðir Arsenal í janúar 2018 og var því hjá félaginu í fjögur ár. Hann skrifaði undir nýjan þriggja ára risasamning við félagið í september 2020, en heimildir herma að þar sem að Börsungar eru í miklum fjárhagsvandræðum hafi framherjinn þurft að taka á sig umtalsverða launalækkun. Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Sjá meira
Aubameyang gekk í raðir Barcelona á frjálsri sölu á lokadegi félagsskiptagluggans eftir að leikmaðurinn hafði misst fyrirliðabandið hjá Arsenal í desember. Bandið var tekið af framherjanum eftir að hann gerðist sekur um agabrot, en hann lék sinn seinasta leik fyrir Arsenal þegar hann kom inn á sem varamaður í 2-1 tapi gegn Everton þann 6. desember. Eins og áður segir var samband framherjans við Mikel Arteta, þjálfara liðsins, orðið stirt og leikmaðurinn segir að það hafi átt stóran þátt í ákvörðun hans um að yfirgefa félagið. „Ég held að þetta hafi bara verið vandamál fyrir hann,“ sagði Aubameyang þegar hann var kynntur sem leikmaður Barcelona á heimavelli liðsins í vikunni. „Ég get í rauninni ekki sagt ykkur mikið. Hann var ekki kátur og þannig var það bara. Ég get ekki sagt meira af því að það er það sem gerðist. Ég var ekki ánægður og ég hef það betra svona.“ Aubameyang segir að hann hafi upplifað erfiða tíma að undanförnu, en að hann hafi aldrei viljað gera neitt slæmt. „Þetta voru flóknir mánuðir og stundum er fótboltinn bara þannig. Ef ég þyrfti að segja eitthvað um þetta þá myndi ég segja fyrir mína hönd að ég vildi aldrei gera neitt slæmt.“ „En það er í fortíðinni og ég þarf að gleyma þessu. Ég vil hugsa í núinu,“ sagði framherjinn að lokum. Aubameyang gekk í raðir Arsenal í janúar 2018 og var því hjá félaginu í fjögur ár. Hann skrifaði undir nýjan þriggja ára risasamning við félagið í september 2020, en heimildir herma að þar sem að Börsungar eru í miklum fjárhagsvandræðum hafi framherjinn þurft að taka á sig umtalsverða launalækkun.
Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Sjá meira