Ný kynslóð af Lada Niva væntanleg árið 2025 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. febrúar 2022 07:00 Lada Niva (Sport). Hin upprunalega Lada Niva (Sport) hefur verið í sölu í 45 ár og er ekki að fara neitt. Lada er að vinna að nýrri kynslóð sem er væntanleg árið 2025. Upprunalega módelið sem hefur verið framleitt síðan 1979 er ennþá til sölu í Rússlandi. Þar sem að sögn Lada er mikil eftirspurn eftir ódýrari og einfaldari fararskjótum og regluverk varðandi nýja bíla er ekki eins strangt og á mörgum öðrum mörkuðum. Lada er í eigu Renault Group, sem sameinaði Lada og Dacia í fyrra og hefur í kjölfarið gefið út tilkynningu um að ný kynslóð af hinum goðsagnakennda jeppa komi út árið 2025. Aðstoðar vörustjóri Dacia, Lionel Jaillet sagði frá væntanlegri Lada Niva við kynningu á nýjum sjö sæta Dacia Jogger. Hann er byggður á CMF-B grunni Renault sem er notaður víða í vöruframboði framleiðandans, allt frá Renault Clio yfir í Nissan Juke. HM Ladan í RússlandiHM Ladan/Instagram Sérþekking Lada í fjórhjóladrifum verður nýtt til hins ítrasta með aðstoð rá utanaðkomandi ráðgjöfum. Enn er ekki ljóst á hvaða mörkuðum hin nýja Lada Niva verður fáanleg en blaðamaður ætlar að láta sig dreyma um að hún nái til Íslands. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent
Upprunalega módelið sem hefur verið framleitt síðan 1979 er ennþá til sölu í Rússlandi. Þar sem að sögn Lada er mikil eftirspurn eftir ódýrari og einfaldari fararskjótum og regluverk varðandi nýja bíla er ekki eins strangt og á mörgum öðrum mörkuðum. Lada er í eigu Renault Group, sem sameinaði Lada og Dacia í fyrra og hefur í kjölfarið gefið út tilkynningu um að ný kynslóð af hinum goðsagnakennda jeppa komi út árið 2025. Aðstoðar vörustjóri Dacia, Lionel Jaillet sagði frá væntanlegri Lada Niva við kynningu á nýjum sjö sæta Dacia Jogger. Hann er byggður á CMF-B grunni Renault sem er notaður víða í vöruframboði framleiðandans, allt frá Renault Clio yfir í Nissan Juke. HM Ladan í RússlandiHM Ladan/Instagram Sérþekking Lada í fjórhjóladrifum verður nýtt til hins ítrasta með aðstoð rá utanaðkomandi ráðgjöfum. Enn er ekki ljóst á hvaða mörkuðum hin nýja Lada Niva verður fáanleg en blaðamaður ætlar að láta sig dreyma um að hún nái til Íslands.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent