Enski boltinn

Eftirspurnin eftir Brentford treyjum þrjátíufaldaðist við komu Eriksen

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Christian Eriksen er mættur í ensku úrvalsdeildina á nýjan leik.
Christian Eriksen er mættur í ensku úrvalsdeildina á nýjan leik. Mattia Ozbot - Inter/Inter via Getty Images

Aldrei hefur eftirspurnin eftir treyjum enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford verið meiri en eftir að danski landsliðsmaðurinn Christian Eriksen gekk til liðs við félagið á dögunum.

Eriksen skrifaði undir stuttan samning við félagið undir lok félagsskiptagluggans sem lokaði á mánudaginn, en síðan þá hefur eftirspurn eftir tryjum félagsins þrjátíufaldast frá því sem hún er venjulega á þessum tíma árs.

Á fyrsta sólarhringnum eftir að Eriksen gekk í raðir Brentford bárust treyjupantanir frá 21 landi frá öllum heimshornum. Þar á meðal Bandaríkjunum, Suður-Kóreu, Ástralíu og Grænlandi.

Þá virtust Danir fá skyndilgan áhuga á nýja félagi Eriksen, en eftirspurn eftir Brentford treyjum var sú sama í Danmörku og á Bretlandseyjum.

Danski landsliðsmaðurinn gekk í raðir Brentford frá Ítalíumeisturum Inter, en leikmaðurinn hefur ekkert spilað síðan hann fór í hjartastopp í leik danska landsliðsins gegn Finnum á Evrópumótinu síðasta sumar.

Hann fékk samningi sínum við Inter rift í desember þar sem að reglur ítölsku deildarinnar heimila leikmönnum ekki að leika með gangráð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×