Conte segir innkaupastefnu Tottenham skrýtna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. febrúar 2022 18:46 Antonio Conte er hissa á því að Tottenham hafi látið fjóra leikmenn fara í janúar. Robin Jones/Getty Images Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, furðar sig á því hvernig félagið stundar viðskipti eftir að félagsskiptaglugginn lokaði fyrr í vikunni og varar félagið við að gera sömu mistök og áður. Tottenham fékk tvo leikmenn til liðs við sig frá Juventus í janúarglugganum, þá Dejan Kulusevski og Rodrigo Bentancur. Hins vegar yfirgáfu nokkrir leikmenn félagið, þar á meðal Tanguy Ndombele, Giovani Lo Celso og Bryan Gil, en þeir fóru allir á láni. Ndombele er dýrasti leikmaður Tottenham frá upphafi, en félagið greiddi 54 milljónir punda fyrir leikmanninn árið 2019. Lo Celso kom til félagsins á rúmar 27 milljónir ári seinna og félagið greiddi tæpar 23 milljónir fyrir Gil í júlí. Conte furðar sig á því að félagið sé að eyða svo háum fjárhæðum í leikmenn sem eru svo sendir á lán stuttu síðar. „Yfirleitt þá kaupirðu leikmenn til að styrkja liðið,“ sagði Conte. „En ef þú sendir þá á lán eftir tvö til þrjú ár þá er það skrýtið.“ „Það þýðir að kannski þarftu að skoða hvað þú gerðir í fortíðinni til að skilja að þú gerðir mistök. Við þurfum að fylgjast betur með á leikmannamarkaðnum í framtíðinni. Það er mjög mikilvægt ef við viljum styrkja liðið. Annars endarðu á að minnka gæðin í liðinu þínu.“ Ásamt Ndombele, Lo Celso og Gil yfirgaf Dele Alli félagið, en hann var seldur til Everton. Alli hafði verið í sjö ár hjá Tottenham. Antonio Conte warns Tottenham must avoid any more 'big mistakes' in transfer market to close gap on rivals | @Matt_Law_DT https://t.co/qvM9AJ70sG— Telegraph Sport (@TelegraphSport) February 4, 2022 Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira
Tottenham fékk tvo leikmenn til liðs við sig frá Juventus í janúarglugganum, þá Dejan Kulusevski og Rodrigo Bentancur. Hins vegar yfirgáfu nokkrir leikmenn félagið, þar á meðal Tanguy Ndombele, Giovani Lo Celso og Bryan Gil, en þeir fóru allir á láni. Ndombele er dýrasti leikmaður Tottenham frá upphafi, en félagið greiddi 54 milljónir punda fyrir leikmanninn árið 2019. Lo Celso kom til félagsins á rúmar 27 milljónir ári seinna og félagið greiddi tæpar 23 milljónir fyrir Gil í júlí. Conte furðar sig á því að félagið sé að eyða svo háum fjárhæðum í leikmenn sem eru svo sendir á lán stuttu síðar. „Yfirleitt þá kaupirðu leikmenn til að styrkja liðið,“ sagði Conte. „En ef þú sendir þá á lán eftir tvö til þrjú ár þá er það skrýtið.“ „Það þýðir að kannski þarftu að skoða hvað þú gerðir í fortíðinni til að skilja að þú gerðir mistök. Við þurfum að fylgjast betur með á leikmannamarkaðnum í framtíðinni. Það er mjög mikilvægt ef við viljum styrkja liðið. Annars endarðu á að minnka gæðin í liðinu þínu.“ Ásamt Ndombele, Lo Celso og Gil yfirgaf Dele Alli félagið, en hann var seldur til Everton. Alli hafði verið í sjö ár hjá Tottenham. Antonio Conte warns Tottenham must avoid any more 'big mistakes' in transfer market to close gap on rivals | @Matt_Law_DT https://t.co/qvM9AJ70sG— Telegraph Sport (@TelegraphSport) February 4, 2022
Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira