Þjálfaði tíu ára krakka fyrir fjórum árum en mætir Evrópumeisturunum í dag Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. febrúar 2022 08:01 Steven Schumacher mætir með C-deildarlið Plymouth Argyle á Stamford Bridge í dag. Nathan Stirk/Getty Images Steven Schumacher, þjálfari Plymouth Argyle, starfaði fyrir fjórum árum sem þjálfari U-11 ára liðs Everton en í dag mætir hann með C-deildarliðið á Stamford Bridge þar sem Evrópumeistarar Chelsea bíða hans í fjórðu umferð FA-bikarsins. Þetta verður aðeins tíundi leikur Schumacher við stjórnvölin hjá Plymouth, en hann var aðstoðarþjálfari liðsins fram í desember. Hann tók við stöðu aðalþjálfara þegar besti vinur hans og þáverandi þjálfari liðsins tók við Preston North End. „Félagi minn sem ég vann mep hjá Everton hringdi í mig um leið og við unnum Birmingham í þriðju umferðinni og sagði mér að ég hefði farið frá því að þjálfa tíu ára krakka í það að spila gegn Evrópumeisturunum á fjórum árum,“ sagði Schumacher í samtali við BBC. Eins og áður segir er Schumacher ekki sá reyndasti í þjálfarabransanum. Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, er hins vegar orðinn nokkuð sjáður í þeim bransa, en Þjóðverjinn var á dögunum valinn besti þjálfari heims af FIFA. „Þetta verður svolítið erfitt ef ég á að vera hreinskilinn,“ segir Schumacher. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta verður erfiður dagur, en ég vill bara fagna því og reyna að njóta eins og ég get.“ „Ég fagnaði þegar við drógumst á móti Chelsea en hugsaði svo: „Guð minn góður. Við erum að fara að spila á móti Evrópumeisturunum á útivelli.“ „Ég held að allir þjálfarar myndu hugsa svona, en þetta má ekki verða yfirþyrmandi fyrir okkur. Við verðum að reyna að njóta þess að spila, setja saman plan og gefa allt sem við eigum í leikinn,“ sagði Schumacher að lokum. Leikur Chelsea og Plymouth Argyle hefst klukkan 12:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Þetta verður aðeins tíundi leikur Schumacher við stjórnvölin hjá Plymouth, en hann var aðstoðarþjálfari liðsins fram í desember. Hann tók við stöðu aðalþjálfara þegar besti vinur hans og þáverandi þjálfari liðsins tók við Preston North End. „Félagi minn sem ég vann mep hjá Everton hringdi í mig um leið og við unnum Birmingham í þriðju umferðinni og sagði mér að ég hefði farið frá því að þjálfa tíu ára krakka í það að spila gegn Evrópumeisturunum á fjórum árum,“ sagði Schumacher í samtali við BBC. Eins og áður segir er Schumacher ekki sá reyndasti í þjálfarabransanum. Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, er hins vegar orðinn nokkuð sjáður í þeim bransa, en Þjóðverjinn var á dögunum valinn besti þjálfari heims af FIFA. „Þetta verður svolítið erfitt ef ég á að vera hreinskilinn,“ segir Schumacher. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta verður erfiður dagur, en ég vill bara fagna því og reyna að njóta eins og ég get.“ „Ég fagnaði þegar við drógumst á móti Chelsea en hugsaði svo: „Guð minn góður. Við erum að fara að spila á móti Evrópumeisturunum á útivelli.“ „Ég held að allir þjálfarar myndu hugsa svona, en þetta má ekki verða yfirþyrmandi fyrir okkur. Við verðum að reyna að njóta þess að spila, setja saman plan og gefa allt sem við eigum í leikinn,“ sagði Schumacher að lokum. Leikur Chelsea og Plymouth Argyle hefst klukkan 12:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira