Rooney ræðir vandamál sín utan vallar: „Lokaði mig inni og drakk“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. febrúar 2022 10:46 Wayne Rooney ræddi um þau vandamál sem hann hefur átt í utan vallar. Mick Walker - CameraSport via Getty Images Wayne Rooney, markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi, segist hafa snúið sér að drykkju til að takast á við álagið sem fylgir frægðinni. Þessi fyrrum framherji Manchester United og enska landsliðsins í fótbolta ræddi opinskátt um sín persónulegu vandamál í viðtölum við ensku miðlana The Daily Mail og The Times. Þar talar hann um það hvernig það er að fara frá því að vera barn að alast upp í blokk í Liverpool yfir í að verða ofurstjarna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á einni nóttu. „Að fara frá því og yfir í að spila í ensku úrvalsdeildinni og með enska landsliðinu 16 ára gamall er eitthvað sem ég var ekki tilbúinn í,“ sagði Rooney, en þessi nú 36 ára þjálfari Derby County lék sinn fyrsta leik með Everton í ensku úrvalsdeildinni 16 ára gamall. Hann lék sinn fyrsta leik og skoraði sitt fyrsta mark fyrir enska landsliðið aðeins 17 ára og 18 ára gamall skoraði hann þrennu í Meistaradeild Evrópu í sínum fyrsta leik fyrir Manchester United. „Ég hafði aldrei hugsað um hina hliðina á því að vera fótboltamaður. Ég var ekki tilbúinn í þann hluta af lífinu.“ „Það tók mig langan tíma að venjast því og átta mig á því hvernig ég ætti að takast á við það. Þetta var eins og að vera hent inn í ókunnugar aðstæður þar sem þér líður ekki vel og þetta var mjög erfitt fyrir mig.“ Wayne Rooney skoraði 183 mörk í 393 deildarleikjum fyrir Manchester United.James Baylis - AMA/Getty Images Rooney er ekki bara markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi, heldur hefur hann skorað fleiri mörk fyrir Manchester United en nokkur annar. Hann vann ensku úrvalsdeildina fimm sinnum með félaginu, en segist hafa gert mörg mistök sem ungur leikmaður. Þar á meðal hafi hann leitað í áfengi til að takast á við álagið. „Á mínum fyrstu árum hjá Manchester United og líklega alveg þangað til ég og konan mín eignuðumst okkar fyrsta barn þá lokaði ég mig í rauninni bara af. Ég fór aldrei út,“ sagði Rooney. „Það komu tímar þar sem við fengum nokkra daga í frí frá fótbolta og þá lokaði ég mig inni og drakk. Bara til þess að reyna að hafa hugann við eitthvað annað.“ „Þetta var bara uppsafnað álag. Álagið af því að spila fyrir hönd þjóðarinnar, að spila fyrir Manchester United. Álagið út af sumu af því sem sagt var um mitt persónulega líf í blöðunum. Ég var bara að reyna að takast á við þetta allt.“ Framherjinn segist ekki hafa viljað ræða um vandamál sín við neinn hjá Manchester United þegar hann var leikmaður hjá liðinu þar sem að svoleiðis tíðkaðist ekki á þeim tíma. Nú sé fólk hins vegar hvatt til þess að ræða opinskátt um sín vandamál og það sé af hinu góða. „Ég var alltaf að reyna að finna leiðir til að takast á við þetta sjálfur. Þegar ég var að alast upp þá fór maður í rauninni aldrei og byrjaði bara að tala við einhvern í blokkinni. Maður fann alltaf leiðir til að takast á við hlutina sjálfur og það er það sem ég gerði í stað þess að biðja um hjálp.“ „Núna er fólk hins vegar hvatt til að tala um svona lagað. Á þessum tíma leið mér þannig að það væri ekki séns á því að ég gæti bara mætt inn í búningsklefa og byrjað að tala um hvernig mér leið af því að það var bara eitthvað sem maður gerði ekki.“ „Þá endar maður á því að þjást innra með sér í stað þess að hleypa tilfinningum sínum út,“ sagði Rooney að lokum. Enski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Sjá meira
Þessi fyrrum framherji Manchester United og enska landsliðsins í fótbolta ræddi opinskátt um sín persónulegu vandamál í viðtölum við ensku miðlana The Daily Mail og The Times. Þar talar hann um það hvernig það er að fara frá því að vera barn að alast upp í blokk í Liverpool yfir í að verða ofurstjarna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á einni nóttu. „Að fara frá því og yfir í að spila í ensku úrvalsdeildinni og með enska landsliðinu 16 ára gamall er eitthvað sem ég var ekki tilbúinn í,“ sagði Rooney, en þessi nú 36 ára þjálfari Derby County lék sinn fyrsta leik með Everton í ensku úrvalsdeildinni 16 ára gamall. Hann lék sinn fyrsta leik og skoraði sitt fyrsta mark fyrir enska landsliðið aðeins 17 ára og 18 ára gamall skoraði hann þrennu í Meistaradeild Evrópu í sínum fyrsta leik fyrir Manchester United. „Ég hafði aldrei hugsað um hina hliðina á því að vera fótboltamaður. Ég var ekki tilbúinn í þann hluta af lífinu.“ „Það tók mig langan tíma að venjast því og átta mig á því hvernig ég ætti að takast á við það. Þetta var eins og að vera hent inn í ókunnugar aðstæður þar sem þér líður ekki vel og þetta var mjög erfitt fyrir mig.“ Wayne Rooney skoraði 183 mörk í 393 deildarleikjum fyrir Manchester United.James Baylis - AMA/Getty Images Rooney er ekki bara markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi, heldur hefur hann skorað fleiri mörk fyrir Manchester United en nokkur annar. Hann vann ensku úrvalsdeildina fimm sinnum með félaginu, en segist hafa gert mörg mistök sem ungur leikmaður. Þar á meðal hafi hann leitað í áfengi til að takast á við álagið. „Á mínum fyrstu árum hjá Manchester United og líklega alveg þangað til ég og konan mín eignuðumst okkar fyrsta barn þá lokaði ég mig í rauninni bara af. Ég fór aldrei út,“ sagði Rooney. „Það komu tímar þar sem við fengum nokkra daga í frí frá fótbolta og þá lokaði ég mig inni og drakk. Bara til þess að reyna að hafa hugann við eitthvað annað.“ „Þetta var bara uppsafnað álag. Álagið af því að spila fyrir hönd þjóðarinnar, að spila fyrir Manchester United. Álagið út af sumu af því sem sagt var um mitt persónulega líf í blöðunum. Ég var bara að reyna að takast á við þetta allt.“ Framherjinn segist ekki hafa viljað ræða um vandamál sín við neinn hjá Manchester United þegar hann var leikmaður hjá liðinu þar sem að svoleiðis tíðkaðist ekki á þeim tíma. Nú sé fólk hins vegar hvatt til þess að ræða opinskátt um sín vandamál og það sé af hinu góða. „Ég var alltaf að reyna að finna leiðir til að takast á við þetta sjálfur. Þegar ég var að alast upp þá fór maður í rauninni aldrei og byrjaði bara að tala við einhvern í blokkinni. Maður fann alltaf leiðir til að takast á við hlutina sjálfur og það er það sem ég gerði í stað þess að biðja um hjálp.“ „Núna er fólk hins vegar hvatt til að tala um svona lagað. Á þessum tíma leið mér þannig að það væri ekki séns á því að ég gæti bara mætt inn í búningsklefa og byrjað að tala um hvernig mér leið af því að það var bara eitthvað sem maður gerði ekki.“ „Þá endar maður á því að þjást innra með sér í stað þess að hleypa tilfinningum sínum út,“ sagði Rooney að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Sjá meira