Enski boltinn

Dregið í 16-liða úrslit FA-bikarsins: Chelsea og City heimsækja B-deildarlið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Chelsea slapp með skrekkinn gegn C-deildarliði Plymouth Argyle í fjórðu umferð og mætir B-deildarliði Luton Town í fimmtu umferð.
Chelsea slapp með skrekkinn gegn C-deildarliði Plymouth Argyle í fjórðu umferð og mætir B-deildarliði Luton Town í fimmtu umferð. Craig Mercer/MB Media/Getty Images

Nú rétt í þessu var dregið í fimmtu umferð elstu og virtustu bikarkeppni heims, FA-bikarsins. Nokkrar áhugaverðar viðureignir eru á dagskrá, en 16-liða úrslitin bjóða í mesta lagi upp á tvo úrvalsdeildarslagi.

Eina viðureignin þar sem öruggt er að bæði liðin spili í úrvalsdeildinni er viðureign Southampton og West Ham. Liverpool og Norwich gætu mæst í hinum úrvalsdeildarslagnum, en til þess að það gerist þarf Liverpool að vinna Cardiff í leik sem stendur nú yfir.

Evrópumeistarar Chelsea og Englandsmeistarar Manchester City fengu bæði útileik gegn B-deildarliðum. Chelsea heimsækir Luton Town og Manchester City heimsæækir Peterborough United.

Ríkjandi bikarmeistarar Leicester taka á móti Huddersfield takist þeim að sigra Nottingham Forest og Middlesbrough sem sló Manchester United út í vítaspyrnukeppni á föstudaginn tekur á móti Tottenham.

Leikirnir í 16-liða úrslitum FA-bikarsins fara fram í fyrstu vikunni í mars, en hér fyrir neðan má sjá dráttinn í heild sinni.

Luton Town - Chelsea

Crystal Palace - Stoke

Peterborough United - Manchester City

Liverpool/Cardiff - Norwich City

Southampton - Wet Ham

Middlesbrough - Tottenham

Nottingham Forest /Leicester - Huddersfield

Everton -Bournemout/Boreham

Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×