Enski boltinn

Sjáðu stuðningsmann Leicester ráðast á leikmenn Forest þegar þeir fögnuðu marki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Nottingham Forest þurftu að verja sig fyrir árás frá þessum stuðningsmanni.
Leikmenn Nottingham Forest þurftu að verja sig fyrir árás frá þessum stuðningsmanni. Getty/James Williamson

Stuðningsmaður enska úrvalsdeildarliðsins Leicester City tók því mjög illa þegar liðið hans var rassskellt í enska bikarnum í gær og varð sér og félaginu sínu til skammar.

Öryggi leikmanna er til umræðu eftir atvik á City Ground í Nottingham í gær. Stjórar og forráðamenn félaganna hafa fordæmt atvikið en það umhugsunarvert að áhorfandi hafi komist inn á völlinn og alveg að leikmönnum.

Bikarmeistarar Leicester City eru úr leik í ensku bikarkeppninni en titilvörnin endaði óvænt með stóru tapi á móti b-deildarliði Nottingham Forest. Nottingham Forest vann leikin 4-1 og er komið áfram í sextán liða úrslitin þar sem liðið fær Huddersfield Town í heimsókn á City Ground.

Það er óhætt að segja að Leicester City hafi ekki litið út eins og úrvalsdeildarlið í leiknum í gær en Nottingham Forest er bara í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og því ekki að fara í umspil um sæti í úrvalsdeildinni eins og staðan er í dag.

Einn stuðningsmaður Leicester City varð sér til skammar í leiknum en hann lét reiði sína ekki bitna á slökum sínum mönnum heldur að leikmönnum andstæðinganna eftir einn eitt mark þeirra.

Annar áhorfandi náði því á myndband þegar þessi stuðningsmaður réðst á leikmenn Forest þegar þeir voru að fagna marki og má sjá það hér fyrir ofan.

Öryggisverðir á vellinum misstu af manninum og náði ekki í skottið á honum fyrr en hafði náð nokkrum höggum á leikmenn Nottingham Forest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×