Enski boltinn

Varnarmaður West Ham biðst afsökunar á dýraníði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kurt Zouma var víða gagnrýndur fyrir illa meðferð á köttunum sínum.
Kurt Zouma var víða gagnrýndur fyrir illa meðferð á köttunum sínum. getty/Rob Newell

Kurt Zouma, varnarmaður West Ham United, hefur beðist afsökunar á því að hafa níðst á köttunum sínum.

Myndband af Zouma sparka í og slá kettina sína rataði á samfélagsmiðla um helgina. Talið er að bróðir hans hafi tekið myndbandið upp.

Dýraverndunarsamtök hafa gagnrýnt Zouma og West Ham hefur fordæmt framferði hans. Og Frakkinn hefur nú beðist afsökunar.

„Ég vil biðja alla sem urðu fyrir áfalli eftir að hafa séð myndbandið innilega afsökunar,“ sagði Zouma. 

„Ég fullvissa alla um að kettirnir eru í fínu lagi og við góða heilsu. Þeir eru elskaðir af fjölskyldunni og þetta atvik var undantekning og mun ekki eiga sér stað aftur.“

Zouma gekk í raðir West Ham frá Chelsea fyrir tímabilið. Hann hefur leikið á Englandi síðan 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×