UNICEF fær stuðning til að hraða dreifingu bóluefna í þróunarríkjum Heimsljós 8. febrúar 2022 09:23 Utanríkisráðuneytið mun verja 250 milljónum króna til að styðja við starfsemi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) til að hraða dreifingu og aðgengi að COVID-19 bóluefnum í þróunarríkjum. Ísland hefur tekið virkan þátt í alþjóðlegum aðgerðum til stuðnings baráttu þróunarríkja gegn heimsfaraldrinum og áhrifum hans en auk framlagisins til UNICEF hafa stjórnvöld veitt rúmum milljarði króna til COVAX bóluefnasamstarfsins. „Alþjóðlegt samstarf um jafnan og sanngjarnan aðgang að bóluefni gegn COVID-19 og dreifingu þeirra á heimsvísu hefur skipt sköpum. UNICEF gegnir þar mikilvægu hlutverki og býr að dýrmætri reynslu um framkvæmd bólusetninga í þróunarlöndum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Framlag Íslands til UNICEF er undir formerkjum alþjóðlega bóluefnasamstarfsins ACT-A (Access to COVID-19 Tools Accelerator) en þar gegnir stofnunin lykilhlutverki í því að tryggja að bóluefni sem fjármögnuð eru í gegnum samstarfið komist á leiðarenda. Stofnunin sér um flutning á bóluefnum innan þróunarríkja, tæknilega aðstoð við framkvæmd bólusetninga, stuðning við heilbrigðisstarfsfólk og stofnanir, ásamt almenningsfræðslu um bóluefnin. Ísland hefur einnig stutt einstök verkefni í samstarfsríkjum í tvíhliða þróunarsamvinnu til að sporna gegn víðtækum samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum heimsfaraldursins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent
„Alþjóðlegt samstarf um jafnan og sanngjarnan aðgang að bóluefni gegn COVID-19 og dreifingu þeirra á heimsvísu hefur skipt sköpum. UNICEF gegnir þar mikilvægu hlutverki og býr að dýrmætri reynslu um framkvæmd bólusetninga í þróunarlöndum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Framlag Íslands til UNICEF er undir formerkjum alþjóðlega bóluefnasamstarfsins ACT-A (Access to COVID-19 Tools Accelerator) en þar gegnir stofnunin lykilhlutverki í því að tryggja að bóluefni sem fjármögnuð eru í gegnum samstarfið komist á leiðarenda. Stofnunin sér um flutning á bóluefnum innan þróunarríkja, tæknilega aðstoð við framkvæmd bólusetninga, stuðning við heilbrigðisstarfsfólk og stofnanir, ásamt almenningsfræðslu um bóluefnin. Ísland hefur einnig stutt einstök verkefni í samstarfsríkjum í tvíhliða þróunarsamvinnu til að sporna gegn víðtækum samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum heimsfaraldursins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent