Enski boltinn

Mo Salah á hraðferð heim til Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah ætlaði ekki að missa af fleiri leikjum með Liverpool.
Mohamed Salah ætlaði ekki að missa af fleiri leikjum með Liverpool. Getty/Visionhaus

Mohamed Salah er kominn aftur til Liverpool eftir Afríkukeppnina og var mættur á æfingu enska liðsins í dag. Salah gæti því spilað næsta leik liðsins sem er á móti Leicester City á fimmtudagskvöldið.

Salah og félagar hans í egypska landsliðinu töpuðu úrslitaleik Afríkukeppninnar á sunnudagskvöldið þar sem Senegal hafði betur í vítaspyrnukeppni. Salah átti að taka síðustu vítaspyrnuna en Sadio Mane tryggði Senegal sigurinn áður en Mo fékk að taka sitt víti.

Á meðan Sadio Mane flaug heim til Senegal með bikarinn þá var Salah á hraðferð heim til Liverpool.

Liverpool sýndi þetta myndband hér fyrir neðan þar sem sjá má Salah hlaupa út á æfingu liðsins í dag. „Hann er mættur aftur,“ skrifaði Liverpool fólkið í færslunni.

Salah hefur farið á kostum með Liverpool liðinu á leiktíðinni og er langmarkahæsti leikamður deildarinnar með sextán mörk. Hann er líka með níu stoðsendingar sem skilar honum í annað sæti stoðsendingalistans.

Salah hefur alls komið með beinum hætti að 25 mörkum í tuttugu deildarleikjum Liverpool á leiktíðinni en það þýðir skapað mark á 72 mínútna fresti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×