Enski boltinn

Guimaraes segir að Newcastle geti orðið heimsveldi í fótbolta

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Bruno Guimaraes segist hafa gengið til liðs við Newcastle af því að hann trúir því að liðið geti unnið Meistaradeildina.
Bruno Guimaraes segist hafa gengið til liðs við Newcastle af því að hann trúir því að liðið geti unnið Meistaradeildina. Serena Taylor/Newcastle United via Getty Images

Brasilísku knattspyrnumaðurinn Bruno Guimaraes segist hafa gengið til liðs við Newcastle af því hann trúir því að liðið geti einn daginn unni Meistaradeild Evrópu og orðið stórt afl í alheimsfótboltanum.

Þessi 24 ára miðjumaður gekk í raðir Newcastle frá Lyon undir lok félagskiptagluggans fyir 35 milljónir punda. Hann var einnig orðaður við Arsenal, en segist hafa verið spenntur fyrir framtíðarmöguleikum Newcastle eftir að fálgaið var keypt af sádi-arabískum fjárfestingasjóð.

„Þetta er félag sem getur orðið að heimsveldi í fótbolta,“ sagði Guimaraes. „Þetta er félag með mikla hefð og frábæra sögu. Ég efaðist aldrei um ákvörðunina um að koma til Newcastle.“

Newcastle er þó ekki á leið með að verða heimsveldi á næstu vikum, en liðið er í harðri fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni. Liðið situr í næst neðsta sæti með 15 stig eftir 21 leik, einu stigi frá öruggu sæti.

Newcastle tekur á móti Everton í kvöld í gríðarlega mikilvægum leik, en Everton þarf á sigri að hlada ætli þeir sér ekki að sogast of djúpt niður í fallbaráttuna. Everton situr eins og er í 16. sæti deildarinnar með 19 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×