Enski boltinn

Newcastle upp úr fallsæti en Everton sogast niður

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kieran Trippier skoraði þriðja mark Newcastle í kvöld.
Kieran Trippier skoraði þriðja mark Newcastle í kvöld. Stu Forster/Getty Images

Newcastel United, ríkasta knattspyrnufélag heims, lyfti sér upp úr fallsæti í ensku úrvalsdeildinni með 3-1 sigri gegn Everton í kvöld.

Það voru þó gestirnir í Everton sem voru fyrri til að brjóta ísinn þegar Jamaal Lascelles varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net á 36. mínútu.

Forysta þeirra ifði þó ekki lengi því aðeins mínútu síðar var Mason Holgate búinn að skora sjálfsmak á hinum enda vallarins og því var staðan 1-1 þegar flautað var til hálfleiks.

Ryan Fraser kom heimamönnum í Newcastle svo yfir með marki á 56. mínútu áður en Kieran gulltryggði 3-1 sigurinn með fallegu marki beint úr aukaspyrnu.

Newcastle situr nú í 17. sæti deildarinnar með 18 stig eftir 22 leiki, tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið. Everton situr sæti ofar með einu stigi meira, en hefur þó leikið einum leik minna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×