Enski boltinn

Jón Daði kom inn af varamannabekknum í enn einum sigri Bolton

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jón Daði Böðvarsson og félagar hans í Bolton eru á mikilli siglingu í ensku C-deildinni.
Jón Daði Böðvarsson og félagar hans í Bolton eru á mikilli siglingu í ensku C-deildinni. Dave Howarth - CameraSport via Getty Images

Jón Daði Böðvarsson spilaði seinustu tuttugu mínútur leiksins er Bolton vann enn einn leikinn síðan að íslenski landsliðsmaðurinn gekk í raðir liðsins. Niðurstaðan varð 2-1 sigur gegn Charlton, en liðið er nú taplaust í seinustu sex leikjum sínum.

Dion Charles kom heimamönnum í Bolton yfir strax á tíundu mínútu og það mark skildi liðin að þegar flautað var til hálfleiks.

Jón Daði kom inn af varamannabekknum á 72. mínútu, en gestirnir jöfnuðu metin fjórum mínútum síðar með marki frá Chuks Aneke.

Það var svo varnarmaðurinn Will Aimson sem tryggði Bolton 2-1 sigur með marki á 83. mínútu. Liðið situr nú í tíunda sæti C-deildarinnar með 42 stig eftir 30 leiki, þremur stigum fyrir ofan Charlton sem situr þremur sætum neðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×