Myndband þar sem Zouma sást sparka í köttinn sinn fór eins og eldur í sinu um netheima í gær. Frakkinn var harðlega gagnrýndur, meðal annars af dýraverndunarsamtökum.
Þrátt fyrir að hafa verið opinberaður sem dýraníðingur var Zouma í byrjunarliði West Ham United gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í gær, mörgum til lítillar gleði.
Blachowicz, sem er fyrrverandi UFC-meistari í létt þungavigt, sendi Zouma tóninn á Twitter í gær.
„Ef þú ert svona harður andskoti prófaðu þá að sparka í mig. Þvílíkur skíthæll. Ekkert umburðarlyndi gagnvart dýraníði,“ skrifaði Pólverjinn.
If you are so tough mother****er, @KurtZouma, try to kick me.
— Jan Blachowicz (@JanBlachowicz) February 8, 2022
What a piece of shit. No tolerance for animal cruelty.
Zouma hefur beðist afsökunar á myndbandinu og sagt að kettirnir tveir, sem hann níddíst á, séu í lagi og við góða heilsu.
West Ham keypti Zouma frá Chelsea fyrir tæplega þrjátíu milljónir punda fyrir tímabilið. Hann hefur leikið fimmtán leiki í öllum keppnum í vetur.