Liverpool heldur í við toppliðið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. febrúar 2022 21:44 Diogo Jota skoraði bæði mörk Liverpool í kvöld. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Diogo Jota skoraði bæði mörk Liverpool er liðið vann góðan 2-0 sigur gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Portúgalinn kom heimamönnum í Liverpool yfir eftir rúmlega hálftíma leik og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Yfirburðir heimamanna voru miklir í fyrri hálfleik og ekki minnkuðu þeir í þeim seinni. Fæðing seinna marksins var þó löng, en Jota tryggði Liverpool 2-0 sigur örfáum mínútum fyrir leikslok eftir stoðsendingu frá Joel Matip. Liverpool situr í öðru sæti deildarinnar með 51 stig eftir 23 leiki, níu stigum minna en topplið Manchester City. Liverpool á þó einn leik til góða á City, og þá eiga liðin eftir að mætast innbyrgðis áður en tímabilinu lýkur. Leicester situr hins vegar í tólfta sæti deildarinnar með 26 stig eftir 21 leik. Enski boltinn
Diogo Jota skoraði bæði mörk Liverpool er liðið vann góðan 2-0 sigur gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Portúgalinn kom heimamönnum í Liverpool yfir eftir rúmlega hálftíma leik og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Yfirburðir heimamanna voru miklir í fyrri hálfleik og ekki minnkuðu þeir í þeim seinni. Fæðing seinna marksins var þó löng, en Jota tryggði Liverpool 2-0 sigur örfáum mínútum fyrir leikslok eftir stoðsendingu frá Joel Matip. Liverpool situr í öðru sæti deildarinnar með 51 stig eftir 23 leiki, níu stigum minna en topplið Manchester City. Liverpool á þó einn leik til góða á City, og þá eiga liðin eftir að mætast innbyrgðis áður en tímabilinu lýkur. Leicester situr hins vegar í tólfta sæti deildarinnar með 26 stig eftir 21 leik.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti