Tíu leikmenn Arsenal héldu út gegn Úlfunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. febrúar 2022 21:46 Gabriel Martinelli sá rautt í 1-0 sigri Arsenal í kvöld. Shaun Botterill/Getty Images Gestirnir frá Lundúnum brutu ísinn eftir 25 mínútna leik þegar að Gabriel stýrði fyrirgjöf Alexandre Lacazette í netið. Ekki urðu mörkin fleiri í fyrri hálfleik og því var staðan 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Ekki var mikið um færi í seinni hálfleiknum, en Gabriel Martinelli kom sínum mönnum í Arsenal þó í vesen þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka. Hann missti þá boltann í innkast og ýtti Daniel Podence þegar hann kastaði boltanum aftur í leik. Dómari leiksins beitti þó hagnaðarreglunni og Úlfarnir geystust í sókn. Martinelli tók sprettinn til baka og keyrði inn í bakið á Francisco Oliveira. Þá var loksins dæmt brot og Michael Oliver, dómari leiksins, mat það svo að bæði brot Martinelli hefðu verðskuldað gult spjald. Martinelli fékk því svokallað gult raðspjald og þar af leiðandi rautt. Heimamenn skoruðu úr aukaspyrnunni sem fylgdi, en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Þrétt fyrir liðsmuninn náðu heimamenn ekki að skora löglegt mark og því varð niðurstaðan 1-0 sigur Arsenal. Lundúnaliðið situr nú í fimmta sæti deildarinnar með 39 stig eftir 22 leiki, einu stigi á eftir West Ham sem situr í fjórða og seinasta Meistaradeildarsætinu. Úlfarnir sitja hins vegar í áttunda sæti deildarinnar með 34 stig. Enski boltinn
Gestirnir frá Lundúnum brutu ísinn eftir 25 mínútna leik þegar að Gabriel stýrði fyrirgjöf Alexandre Lacazette í netið. Ekki urðu mörkin fleiri í fyrri hálfleik og því var staðan 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Ekki var mikið um færi í seinni hálfleiknum, en Gabriel Martinelli kom sínum mönnum í Arsenal þó í vesen þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka. Hann missti þá boltann í innkast og ýtti Daniel Podence þegar hann kastaði boltanum aftur í leik. Dómari leiksins beitti þó hagnaðarreglunni og Úlfarnir geystust í sókn. Martinelli tók sprettinn til baka og keyrði inn í bakið á Francisco Oliveira. Þá var loksins dæmt brot og Michael Oliver, dómari leiksins, mat það svo að bæði brot Martinelli hefðu verðskuldað gult spjald. Martinelli fékk því svokallað gult raðspjald og þar af leiðandi rautt. Heimamenn skoruðu úr aukaspyrnunni sem fylgdi, en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Þrétt fyrir liðsmuninn náðu heimamenn ekki að skora löglegt mark og því varð niðurstaðan 1-0 sigur Arsenal. Lundúnaliðið situr nú í fimmta sæti deildarinnar með 39 stig eftir 22 leiki, einu stigi á eftir West Ham sem situr í fjórða og seinasta Meistaradeildarsætinu. Úlfarnir sitja hins vegar í áttunda sæti deildarinnar með 34 stig.