Yoan Zouma fær ekki að spila eftir dýraníð bróður síns Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. febrúar 2022 07:01 Yoan Zouma fær ekki að spila með félagsliði sínu eftir að hann tók upp myndband af bróður sínum níðast á köttunum sínum. Mark Fletcher/MI News/NurPhoto via Getty Images Yoan Zouma, bróðir Kurt Zouma, fær ekki að spila með liði sínu á meðan að mál bróður hans er til rannsóknar hjá dýraverndunarsamtökunum RSPCA. Yoan Zouma er leikmaður Dagenham & Redbridge í ensku fimmtu deildinni, en liðið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem kom fram að leikmaðurinn mun ekki spila fyrir félagið á meðan að mál bróður hans er í rannsókn. Yoan var sá sem tók upp myndbandið af Kurt Zouma sparka í og slá kettina sína sem rataði á samfélagsmiðla á dögunum. Leikmaðurinn hefur beðist afsökunar á sínum þætti í atvikinu og segist sjá eftir því að hafa tekið þátt í því. Þá kemur fram í yfirlýsingu Dagenham & Redbridge að RSPCA (e. Royal Society for the Prevention of Cruelty of Animals) hafi haft samband við Yoan og að hann sé að aðstoða samtökin við rannsóknina. Dagenham & Redbridge have said Yoan Zouma will not play for the club until the conclusion of an RSPCA investigation into a video of his brother kicking a cat.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) February 10, 2022 „Dagenham & Redbridge vilja ítreka að félagið fordæmir dýraníð af öllu tagi og skilur viðbrögð stuðningsmanna seinustu daga,“ segir í yfirlýsingu félagsins. „Félagið hefur því tekið þá ákvörðun að Yoan mun ekki spila fyrir liðið fyrr en að RSPCA hefur lokið rannsókn sinni. Frekari ákvarðanir varðandi málið verða teknar þegar niðurstaða RSPCA liggur fyrir.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Adidas riftir samningi sínum við Zouma og kettirnir teknir af honum Íþróttavörumerkjarisinn Adidas hefur rift samningi sínum við franska varnarmannin Kurt Zouma eftir að myndband sem sínir leikmanninn sparka í kettina sína fór í dreifingu. Þá hafa kettirnir verið teknir af honum af bresku dýraverndunarsamtökunum RSPCA. 9. febrúar 2022 18:01 Fyrrverandi UFC-meistari tekur „skíthælinn“ Zouma til bæna fyrir að sparka í köttinn Jan Blachowicz, fyrrverandi UFC-meistari, gagnrýndi dýraníðinginn Kurt Zouma harðlega á Twitter. 9. febrúar 2022 10:00 Myndband af dýraníð Zouma hafði ekki áhrif á liðsvalið David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham United, var harðlega gagnrýndur í gærkvöldi fyrir að stilla varnarmanninum Kurt Zouma upp í byrjunaliði liðsins er West Ham tók á móti Watford í ensku úrvalsdeildinni eftir að myndband af Zouma að sparka í köttinn sinn birtist á samfélagsmiðlum. 9. febrúar 2022 07:01 Varnarmaður West Ham biðst afsökunar á dýraníði Kurt Zouma, varnarmaður West Ham United, hefur beðist afsökunar á því að hafa níðst á köttunum sínum. 8. febrúar 2022 07:30 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Fleiri fréttir David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Sjá meira
Yoan Zouma er leikmaður Dagenham & Redbridge í ensku fimmtu deildinni, en liðið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem kom fram að leikmaðurinn mun ekki spila fyrir félagið á meðan að mál bróður hans er í rannsókn. Yoan var sá sem tók upp myndbandið af Kurt Zouma sparka í og slá kettina sína sem rataði á samfélagsmiðla á dögunum. Leikmaðurinn hefur beðist afsökunar á sínum þætti í atvikinu og segist sjá eftir því að hafa tekið þátt í því. Þá kemur fram í yfirlýsingu Dagenham & Redbridge að RSPCA (e. Royal Society for the Prevention of Cruelty of Animals) hafi haft samband við Yoan og að hann sé að aðstoða samtökin við rannsóknina. Dagenham & Redbridge have said Yoan Zouma will not play for the club until the conclusion of an RSPCA investigation into a video of his brother kicking a cat.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) February 10, 2022 „Dagenham & Redbridge vilja ítreka að félagið fordæmir dýraníð af öllu tagi og skilur viðbrögð stuðningsmanna seinustu daga,“ segir í yfirlýsingu félagsins. „Félagið hefur því tekið þá ákvörðun að Yoan mun ekki spila fyrir liðið fyrr en að RSPCA hefur lokið rannsókn sinni. Frekari ákvarðanir varðandi málið verða teknar þegar niðurstaða RSPCA liggur fyrir.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Adidas riftir samningi sínum við Zouma og kettirnir teknir af honum Íþróttavörumerkjarisinn Adidas hefur rift samningi sínum við franska varnarmannin Kurt Zouma eftir að myndband sem sínir leikmanninn sparka í kettina sína fór í dreifingu. Þá hafa kettirnir verið teknir af honum af bresku dýraverndunarsamtökunum RSPCA. 9. febrúar 2022 18:01 Fyrrverandi UFC-meistari tekur „skíthælinn“ Zouma til bæna fyrir að sparka í köttinn Jan Blachowicz, fyrrverandi UFC-meistari, gagnrýndi dýraníðinginn Kurt Zouma harðlega á Twitter. 9. febrúar 2022 10:00 Myndband af dýraníð Zouma hafði ekki áhrif á liðsvalið David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham United, var harðlega gagnrýndur í gærkvöldi fyrir að stilla varnarmanninum Kurt Zouma upp í byrjunaliði liðsins er West Ham tók á móti Watford í ensku úrvalsdeildinni eftir að myndband af Zouma að sparka í köttinn sinn birtist á samfélagsmiðlum. 9. febrúar 2022 07:01 Varnarmaður West Ham biðst afsökunar á dýraníði Kurt Zouma, varnarmaður West Ham United, hefur beðist afsökunar á því að hafa níðst á köttunum sínum. 8. febrúar 2022 07:30 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Fleiri fréttir David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Sjá meira
Adidas riftir samningi sínum við Zouma og kettirnir teknir af honum Íþróttavörumerkjarisinn Adidas hefur rift samningi sínum við franska varnarmannin Kurt Zouma eftir að myndband sem sínir leikmanninn sparka í kettina sína fór í dreifingu. Þá hafa kettirnir verið teknir af honum af bresku dýraverndunarsamtökunum RSPCA. 9. febrúar 2022 18:01
Fyrrverandi UFC-meistari tekur „skíthælinn“ Zouma til bæna fyrir að sparka í köttinn Jan Blachowicz, fyrrverandi UFC-meistari, gagnrýndi dýraníðinginn Kurt Zouma harðlega á Twitter. 9. febrúar 2022 10:00
Myndband af dýraníð Zouma hafði ekki áhrif á liðsvalið David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham United, var harðlega gagnrýndur í gærkvöldi fyrir að stilla varnarmanninum Kurt Zouma upp í byrjunaliði liðsins er West Ham tók á móti Watford í ensku úrvalsdeildinni eftir að myndband af Zouma að sparka í köttinn sinn birtist á samfélagsmiðlum. 9. febrúar 2022 07:01
Varnarmaður West Ham biðst afsökunar á dýraníði Kurt Zouma, varnarmaður West Ham United, hefur beðist afsökunar á því að hafa níðst á köttunum sínum. 8. febrúar 2022 07:30