Enski boltinn

Leikmenn West Ham reiðir þegar þeir komust að því að dýraníðingurinn væri launahæstur hjá félaginu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kurt Zouma er einn umtalaðasti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni.
Kurt Zouma er einn umtalaðasti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni. getty/Marc Atkins

Leikmenn West Ham United urðu æfir þegar þeir komust að því hvað dýraníðingurinn Kurt Zouma fær í vikulaun og vilja fá launahækkun.

Zouma hefur verið mikið milli tannanna á fólki eftir að myndband af honum að níðast á köttunum sínum fór í dreifingu. Frakkinn spilaði með West Ham á þriðjudaginn en kettirnir voru teknir af honum, Adidas sagði upp styrktarsamningi við hann og hann var sektaður um að tveggja vikna laun, samtals 250 þúsund pund.

Það þýðir að Zouma fær 125 þúsund pund í vikulaun sem gerir hann að launahæsta leikmanni West Ham.

Aðrir lykilmenn liðsins urðu ósáttir þegar þeir komust að þessu og gætu farið fram á launahækkun. Meðal leikmanna West Ham sem fá lægri laun en Zouma má nefna Declan Rice, Tomas Soucek og Michail Antonio. Sá síðastnefndi skrifaði nýverið undir nýjan samning við West Ham sem færir honum um hundrað þúsund pund í vikulaun.

Leikmönnum West Ham þykir þó gagnrýnin á Zouma óhófleg og viðbrögðin við dýraníðinu ofsafengin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×