United tapaði mikilvægum stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti 12. febrúar 2022 14:26 Sigur hefði lyft Manchester United upp í Meistaradeildarsæti. Nathan Stirk/Getty Images Manchester United þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli er liðið tók á móti Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Heimamenn í United voru meira með boltann í upphafi leiks og það skilaði þeim marki á 21. mínútu. Þar var að verki Jadon Sancho eftir flottan undirbúning frá Marcus Rashford. Leikmenn United héldu svo að þeir væru að fara með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn þegar Paul Pogba setti boltann í netið í uppbótartíma fyrri hálfleiks, en markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Staðan var því 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja, en Che Adams breytti því strax á þriðju mínútu síðari hálfleiks þegar hann jafnaði metin eftir stoðsendingu frá Mohamed Elyounoussi. Þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka kom Cristiano Ronaldo boltanum í netið fyrir heimamenn, en það mark einnig réttilega dæmt af vegna ragnstöðu. Hvorugu liðinu tókst að finna sigurmarkið og því varð niðurstaðan 1-1 jafntefli. Manchester United situr nú í fimmta sæti deildarinnar með 40 stig eftir 24 leiki, jafn mörg og West Ham sem situr í fjórða og seinasta Meistaradeildarsætinu. West Ham er þó með betri markatölu. Southampton situr hins vegar í tíunda sæti deildarinnar með 29 stig. Enski boltinn
Manchester United þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli er liðið tók á móti Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Heimamenn í United voru meira með boltann í upphafi leiks og það skilaði þeim marki á 21. mínútu. Þar var að verki Jadon Sancho eftir flottan undirbúning frá Marcus Rashford. Leikmenn United héldu svo að þeir væru að fara með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn þegar Paul Pogba setti boltann í netið í uppbótartíma fyrri hálfleiks, en markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Staðan var því 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja, en Che Adams breytti því strax á þriðju mínútu síðari hálfleiks þegar hann jafnaði metin eftir stoðsendingu frá Mohamed Elyounoussi. Þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka kom Cristiano Ronaldo boltanum í netið fyrir heimamenn, en það mark einnig réttilega dæmt af vegna ragnstöðu. Hvorugu liðinu tókst að finna sigurmarkið og því varð niðurstaðan 1-1 jafntefli. Manchester United situr nú í fimmta sæti deildarinnar með 40 stig eftir 24 leiki, jafn mörg og West Ham sem situr í fjórða og seinasta Meistaradeildarsætinu. West Ham er þó með betri markatölu. Southampton situr hins vegar í tíunda sæti deildarinnar með 29 stig.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti