Naumur sigur Liverpool á Turf Moor

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fabinho fagnar marki sínu sem tryggði Liverpool sigur á Burnley.
Fabinho fagnar marki sínu sem tryggði Liverpool sigur á Burnley. getty/Chris Brunskill

Liverpool minnkaði forskot Manchester City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar aftur niður í níu stig eftir 0-1 sigur á Burnley á Turf Moor í dag.

Fabinho skoraði eina mark leiksins fimm mínútum fyrir hálfleik eftir hornspyrnu. Þetta var þriðja mark Brassans í síðustu fjórum leikjum.

Liverpool þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum gegn baráttuglöðu liði Burnley. Alisson átti góðan leik í marki gestanna og varði nokkrum sinnum vel.

Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna veikinda. Liðið er enn á botni deildarinnar en það hefur aðeins unnið einn leik í vetur. Burnley er sjö stigum frá öruggu sæti en á leiki til góða á liðin fyrir ofan.

Liverpool er með 54 stig í 2. sæti deildarinnar, níu stigum á eftir City en á leik til góða á meistrana.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira