Nýja bílasölusvæðið K7 opnar formlega Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 12. febrúar 2022 07:00 K7 planið er um 23.000 fermetrar og rúmar um 800 bíla. Bílaumboðið Askja - Notaðir bílar, Bílaland, Hyundai notaðir bílar, Bílabankinn og Bílamiðstöðin eru búin að koma sér fyrir á nýju og sameiginlegu bílasölusvæði á milli Hestháls 15 og Krókháls 7 í Reykjavík og munu opna það formlega í dag, laugardag. Nýja bílasölusvæðið, sem ber heitið K7 með tilvísun í Krókháls 7, er rúmlega 23 þúsund fermetrar að stærð. Það var sérstaklega skipulagt fyrir bílasölurnar fjórar og rúmar alls um 800 bíla. Fram kemur í fréttatilkynningu frá aðstandendum K7 að svæðið er eitt stærsta bílasölusvæði sem skipulagt hefur verið fyrir sölu fólks- og sendibíla hérlendis. Mikið hefur verið lagt upp úr snyrtilegum frágangi, svo sem með malbikun lóðar, sérhannaðri lýsingu og fleiru, en lóðin blasir við vegfarendum frá gatnamótum Suðurlands- og Vesturlandsvegar. Fullkomin lýsing er á svæðinu og mikið verður lagt upp úr snyrtilegum frágangi. Framundan er uppsetning hleðslustöðva fyrir rafbíla á lóðinni. Það er Arkís sem sá um hönnun svæðisins. Teikningar af fyrirhugað miðstöð að K7, sem nú er að opna með formlegum hætti í dag. Tengir Hestháls og Krókháls Staðsetningin á nýja bílasölusvæðinu er á milli Hestháls, þar sem BL er með sölu og þjónustu fyrir Jagúar og Land Rover og Krókháls, þar sem Bílaumboðið Askja er til húsa, en Askja er umboðsaðili Mercedes-Benz, Kia og Honda. Aðgengi á milli Hestháls og Krókháls er því aukið sem bætir aðgengi viðskiptavina að fyrirtækjum á svæðinu. Í hverfinu er því að byggjast upp miðstöð bílaviðskipta og er þetta nýja bílasölusvæði góð viðbót við þá flóru sem þegar er staðsett þar. „Þetta er mikil og jákvæð breyting fyrir okkur og bílasölurnar á svæðinu við Krókháls 7. Staðsetningin er frábær og svæðið er stórt og aðgengi einstaklega gott fyrir viðskiptavini okkar. Bílasölsvæðið K7 er jafnframt sérstaklega hannað fyrir starfsemi eins og þessa með þjónustu viðskiptavina að leiðarljósi,“ segir Gunnar Haraldsson, sölustjóri Öskju - Notaðir bílar. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent
Fram kemur í fréttatilkynningu frá aðstandendum K7 að svæðið er eitt stærsta bílasölusvæði sem skipulagt hefur verið fyrir sölu fólks- og sendibíla hérlendis. Mikið hefur verið lagt upp úr snyrtilegum frágangi, svo sem með malbikun lóðar, sérhannaðri lýsingu og fleiru, en lóðin blasir við vegfarendum frá gatnamótum Suðurlands- og Vesturlandsvegar. Fullkomin lýsing er á svæðinu og mikið verður lagt upp úr snyrtilegum frágangi. Framundan er uppsetning hleðslustöðva fyrir rafbíla á lóðinni. Það er Arkís sem sá um hönnun svæðisins. Teikningar af fyrirhugað miðstöð að K7, sem nú er að opna með formlegum hætti í dag. Tengir Hestháls og Krókháls Staðsetningin á nýja bílasölusvæðinu er á milli Hestháls, þar sem BL er með sölu og þjónustu fyrir Jagúar og Land Rover og Krókháls, þar sem Bílaumboðið Askja er til húsa, en Askja er umboðsaðili Mercedes-Benz, Kia og Honda. Aðgengi á milli Hestháls og Krókháls er því aukið sem bætir aðgengi viðskiptavina að fyrirtækjum á svæðinu. Í hverfinu er því að byggjast upp miðstöð bílaviðskipta og er þetta nýja bílasölusvæði góð viðbót við þá flóru sem þegar er staðsett þar. „Þetta er mikil og jákvæð breyting fyrir okkur og bílasölurnar á svæðinu við Krókháls 7. Staðsetningin er frábær og svæðið er stórt og aðgengi einstaklega gott fyrir viðskiptavini okkar. Bílasölsvæðið K7 er jafnframt sérstaklega hannað fyrir starfsemi eins og þessa með þjónustu viðskiptavina að leiðarljósi,“ segir Gunnar Haraldsson, sölustjóri Öskju - Notaðir bílar.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent