Ljósleiðaradeildin: Íslandsmet í framlengingum og Nuke er staðurinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. febrúar 2022 14:16 Ljósleiðaradeildin er í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport alla þriðjudaga og föstudaga. Vísir mun það sem eftir er af tímabilinu í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO birta myndbrot úr því sem er að gerast í deildinni hverju sinni. Fyrstu myndbrotin sem við birtum er frá þriðjudeginum 8. febrúar þegar Fylkir og Kórdrengir áttust við annars vegar, og hins vegar Ármann og Dusty. Kórdrengir höfðu betur í botnslagnum gegn Fylki og Ármann gerði sér lítið fyrir og vann góðan sigur gegn toppliði Dusty. Í fyrra myndbrotinu sem við sjáum ræða lýsendurnir Tómas Jóhannsson og Kristján Einar Kristjánsson og kortið Nuke sem flest lið virðast kjósa fram yfir önnur. „Þetta kvöld fengum við 29 plús 66 umferðir í Nuke. Þannig að við fengum 95 umferðir í Nuke þetta kvöldið,“ sagði Kristján. Tómas fór skrefinu lengra og var búinn að reikna út hversu hátt hlutfall spilaðra leikja meðal þeirra liða sem voru að spila þetta kvöld hafi verið spilaðir í Nuke. „Þau eru með 22 leiki í Nuke, sem er 40 prósent af spiluðum leikjum þeirra.“ Klippa: Ljósleiðaradeildin: Nuke Í næsta myndbroti rifjuðu þeir félagar upp leik sem fór fram á föstudaginn fyrir viku þegar að Ármann og XY áttust við. Sá leikur endaði með jafntefli og því þurfti að framlengja. Og svo aftur og aftur þangað til að Ármann hafði loks betur eftir sex framlengingar. Tómas talaði um að það hafi verið lengsti leikur sem hann hafi nokkurn tíman lýst og Kristján hafði miklar áhyggjur af því að hann þyrfti að taka sér frí frá vinnu ef fleiri leikir yrðu jafn langir og viðureign Ármanns og XY. Klippa: Ljósleiðaradeildin: Íslandsmet í framlengingum Ljósleiðaradeildin Tengdar fréttir Dusty missti frá sér unninn leik Síðari leikur gærkvöldsins í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO var á milli Ármanns og Dusty. Mörgum að óvörum hafði Ármann betur 16–13. 9. febrúar 2022 17:01 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn
Fyrstu myndbrotin sem við birtum er frá þriðjudeginum 8. febrúar þegar Fylkir og Kórdrengir áttust við annars vegar, og hins vegar Ármann og Dusty. Kórdrengir höfðu betur í botnslagnum gegn Fylki og Ármann gerði sér lítið fyrir og vann góðan sigur gegn toppliði Dusty. Í fyrra myndbrotinu sem við sjáum ræða lýsendurnir Tómas Jóhannsson og Kristján Einar Kristjánsson og kortið Nuke sem flest lið virðast kjósa fram yfir önnur. „Þetta kvöld fengum við 29 plús 66 umferðir í Nuke. Þannig að við fengum 95 umferðir í Nuke þetta kvöldið,“ sagði Kristján. Tómas fór skrefinu lengra og var búinn að reikna út hversu hátt hlutfall spilaðra leikja meðal þeirra liða sem voru að spila þetta kvöld hafi verið spilaðir í Nuke. „Þau eru með 22 leiki í Nuke, sem er 40 prósent af spiluðum leikjum þeirra.“ Klippa: Ljósleiðaradeildin: Nuke Í næsta myndbroti rifjuðu þeir félagar upp leik sem fór fram á föstudaginn fyrir viku þegar að Ármann og XY áttust við. Sá leikur endaði með jafntefli og því þurfti að framlengja. Og svo aftur og aftur þangað til að Ármann hafði loks betur eftir sex framlengingar. Tómas talaði um að það hafi verið lengsti leikur sem hann hafi nokkurn tíman lýst og Kristján hafði miklar áhyggjur af því að hann þyrfti að taka sér frí frá vinnu ef fleiri leikir yrðu jafn langir og viðureign Ármanns og XY. Klippa: Ljósleiðaradeildin: Íslandsmet í framlengingum
Ljósleiðaradeildin Tengdar fréttir Dusty missti frá sér unninn leik Síðari leikur gærkvöldsins í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO var á milli Ármanns og Dusty. Mörgum að óvörum hafði Ármann betur 16–13. 9. febrúar 2022 17:01 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn
Dusty missti frá sér unninn leik Síðari leikur gærkvöldsins í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO var á milli Ármanns og Dusty. Mörgum að óvörum hafði Ármann betur 16–13. 9. febrúar 2022 17:01