Enski boltinn

Shaw: Sagan er að endurtaka sig

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Luke Shaw segir að Manchester United eigi ekki möguleika á sæti í Meistaradeildinni ef liðið heldur áfram að kasta frá sér stigum.
Luke Shaw segir að Manchester United eigi ekki möguleika á sæti í Meistaradeildinni ef liðið heldur áfram að kasta frá sér stigum. Daniel Chesterton/Offside/Offside via Getty Images

Luke Shaw, bakvörður Manchester United, var hálf niðurlútur eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var þriðji leikur United í röð í öllum keppnum þar sem liðið missir niður 1-0 forystu í síðari hálfleik.

„Sagan er að endurtaka sig enn eina ferðina,“ safði Shaw að leik loknum. „Við byrjuðum vel fyrstu tuttugu mínúturnar, náðum inn marki, en svo bara gerðist þetta aftur. Við vitum að þetta er ekki nógu gott og þarf að breytast fljótt.“

Bakvörðurinn hélt áfram og bætti við að liðið þurfi að nýta færin sín betur ætli þeir sér að spila í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.

„Ef við nýtum færin sem við erum að fá snemma í leiknum þá verður þetta allt önnur saga. Við vitum að við þurfum að bæta okkur, en við megum ekki ofhugsa hlutina. Okkur langar auðvitað að komast í Meistaradeildina, en þetta er ekki nógu gott og við eigum ekki möguleika á sæti í Meistaradeildinni ef við höldum áfram að kasta stigum frá okkur.“

„Það mikilvægasta á þessari stundu eru úrslitin. Þetta snýst um að krækja í stig og við þurfum að fara að klifra upp töfluna,“ sagði Shaw að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×