CR7: 537 mínútur og 37 skot en ekkert einasta mark á árinu 2022 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2022 17:01 Það hafa bara verið púðurskot hjá Cristiano Ronaldo á árinu 2022. AP/Jon Super Hvað er í gangi hjá Cristiano Ronaldo? Það er von að sumir spyrji þar sem portúgalski framherjinn hjá Manchester United hefur enn ekki skorað mark á árinu 2022. Síðasta mark Cristiano Ronaldo fyrir United liðið kom í leik á móti Burnley 30. desember síðastliðinn. Síðan hefur hann spilað sex leiki í röð án þess að skora. United liðið hefur virkilega þurft á mörkum frá Ronaldo að halda í þessum leikjum enda hafa aðeins tveir þeirra unnist. Ekki er hann heldur að búa til aðra í þessum leikjum því síðasta stoðsending Ronaldo kom líka í umræddum Burnley leik. Það er ekki eins og United hafi verið að spila við bestu liðin en mótherjarnir í markaleysi CR7 hafa verið Wolves, Brentford, West Ham, Burnley, Southampton og svo b-deildarlið Middlesbrough í bikarnum. Í bikartapinu á móti Middlesbrough klúðraði Ronaldo vítaspyrnu í venjulegum leiktíma en Manchester liðið tapaði leiknum að lokum í vítakeppni. Eins og Sky Sports tók saman þá hefur Ronaldo nú leikið í 537 mínútur án þess að skora og á þessum tíma hefur hann reynt 37 skot. Aðeins sjö þeirra hafa hitt markið eða bara nítján prósent skotanna. Ronaldo fær tækifæri til að skora sitt fyrsta mark á árinu 2022 í kvöld þegar Manchester United fær Brighton & Hove Albion í heimsókn á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Accrington Stanley | Ætti að vera auðvelt fyrir Liverpool Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Sjá meira
Síðasta mark Cristiano Ronaldo fyrir United liðið kom í leik á móti Burnley 30. desember síðastliðinn. Síðan hefur hann spilað sex leiki í röð án þess að skora. United liðið hefur virkilega þurft á mörkum frá Ronaldo að halda í þessum leikjum enda hafa aðeins tveir þeirra unnist. Ekki er hann heldur að búa til aðra í þessum leikjum því síðasta stoðsending Ronaldo kom líka í umræddum Burnley leik. Það er ekki eins og United hafi verið að spila við bestu liðin en mótherjarnir í markaleysi CR7 hafa verið Wolves, Brentford, West Ham, Burnley, Southampton og svo b-deildarlið Middlesbrough í bikarnum. Í bikartapinu á móti Middlesbrough klúðraði Ronaldo vítaspyrnu í venjulegum leiktíma en Manchester liðið tapaði leiknum að lokum í vítakeppni. Eins og Sky Sports tók saman þá hefur Ronaldo nú leikið í 537 mínútur án þess að skora og á þessum tíma hefur hann reynt 37 skot. Aðeins sjö þeirra hafa hitt markið eða bara nítján prósent skotanna. Ronaldo fær tækifæri til að skora sitt fyrsta mark á árinu 2022 í kvöld þegar Manchester United fær Brighton & Hove Albion í heimsókn á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Accrington Stanley | Ætti að vera auðvelt fyrir Liverpool Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Sjá meira