Portúgalarnir skutu United upp í Meistaradeildarsæti 15. febrúar 2022 22:19 Bruno Fernandes og Cristiano Ronaldo sáu um markaskorun Manchester United í kvöld. Gareth Copley/Getty Images Cristiano Ronaldo og Bruno Fernandes skorðu mörk Manchester United er liðið vann 2-0 sigur gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Gestirnir í Brighton voru meira með boltann í fyrri hálfleik, en ekki náðu þeir að koma honum í netið þrátt fyrir það. Enn var markalaust þegar flautað var til hálfleiks, en síðari hálfleikur var ekki nema um fimm mínútna gamall þegar heimamenn í Manchester United tóku forystuna. Þar var á ferðinni Cristiano Ronaldo eftir stoðsendingu frá Scott McTominay. Aðeins örfáum mínútum síðar komu gestirnir í Brighton sér í enn meiri vandræði þegar Lewis Dunk fékk að líta beint rautt spjald. Gestirnir þurftu því að leika seinustu 35 mínútur leiksins manni færri. Heimamenn náðu loks að nýta sér liðsmuninn á sjöundu mínútu uppbótartíma þegar Bruno Fernandes batt endahnútinn á skyndisókn United og tryggði liðinu 2-0 sigur. Manchester United situr nú í fjórða sæti deildarinnar með 43 stig eftir 25 leiki, tíu stigum meira en Brighton sem situr í níunda sæti. Enski boltinn
Cristiano Ronaldo og Bruno Fernandes skorðu mörk Manchester United er liðið vann 2-0 sigur gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Gestirnir í Brighton voru meira með boltann í fyrri hálfleik, en ekki náðu þeir að koma honum í netið þrátt fyrir það. Enn var markalaust þegar flautað var til hálfleiks, en síðari hálfleikur var ekki nema um fimm mínútna gamall þegar heimamenn í Manchester United tóku forystuna. Þar var á ferðinni Cristiano Ronaldo eftir stoðsendingu frá Scott McTominay. Aðeins örfáum mínútum síðar komu gestirnir í Brighton sér í enn meiri vandræði þegar Lewis Dunk fékk að líta beint rautt spjald. Gestirnir þurftu því að leika seinustu 35 mínútur leiksins manni færri. Heimamenn náðu loks að nýta sér liðsmuninn á sjöundu mínútu uppbótartíma þegar Bruno Fernandes batt endahnútinn á skyndisókn United og tryggði liðinu 2-0 sigur. Manchester United situr nú í fjórða sæti deildarinnar með 43 stig eftir 25 leiki, tíu stigum meira en Brighton sem situr í níunda sæti.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti