Arsenal nálgast Meistaradeildarsæti 19. febrúar 2022 16:59 Bukayo Saka skoraði seinna mark Arsenal í dag. Shaun Botterill/Getty Images Arsenal er nú aðeins einu stigi á eftir Manchester United og West Ham í baráttunni um Meistaradeildarsæti eftir góðan 2-1 sigur gegn nýliðum Brentford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Heimamenn í Arsenal voru mun hættulegri í fyrri hálfleik og komu sér oft á tíðum í álitlegar stöður til að taka forystuna. Allt kom þó fyrir ekki og enn var staðan 0-0 þegar flautað var til hálfleiks. Emile Smith Rowe náði þó loksins að brjóta ísinn fyrir heimamenn snemma í síðari hálfleik eftir stoðsendingu frá Alexandre Lacazette. Þrátt fyrir mikla yfirburði Arsenal er aldri hægt að treysta á 1-0 forystu. Það var því mikill léttir fyrir liðið þegar Bukayo Saka kom Arsenal í 2-0 eftir stoðsendingu frá Thomas Partey. Gestirnir komu inn einu sárabótarmarki á seinustu sekúndum uppbótartímans þegar Christian Nørgaard setti boltann í netið eftir darraðardans í teignum og þar við sat. Niðurstaðan varð 2-1 sigur Arsenal, en liðið situr nú í sjötta sæti deildarinnar með 42 stig. Liðið er aðeins einu stigi á eftir Manchester United sem situr í fjórða og seinasta Meistaradeildarsætinu, en auk þess á Arsenal tvo leiki til góða á United. Brentford hefur hins vegar verið að falla hægt og bítandi niður töfluna og situr nú í 14. sæti með 24 stig. Enski boltinn
Arsenal er nú aðeins einu stigi á eftir Manchester United og West Ham í baráttunni um Meistaradeildarsæti eftir góðan 2-1 sigur gegn nýliðum Brentford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Heimamenn í Arsenal voru mun hættulegri í fyrri hálfleik og komu sér oft á tíðum í álitlegar stöður til að taka forystuna. Allt kom þó fyrir ekki og enn var staðan 0-0 þegar flautað var til hálfleiks. Emile Smith Rowe náði þó loksins að brjóta ísinn fyrir heimamenn snemma í síðari hálfleik eftir stoðsendingu frá Alexandre Lacazette. Þrátt fyrir mikla yfirburði Arsenal er aldri hægt að treysta á 1-0 forystu. Það var því mikill léttir fyrir liðið þegar Bukayo Saka kom Arsenal í 2-0 eftir stoðsendingu frá Thomas Partey. Gestirnir komu inn einu sárabótarmarki á seinustu sekúndum uppbótartímans þegar Christian Nørgaard setti boltann í netið eftir darraðardans í teignum og þar við sat. Niðurstaðan varð 2-1 sigur Arsenal, en liðið situr nú í sjötta sæti deildarinnar með 42 stig. Liðið er aðeins einu stigi á eftir Manchester United sem situr í fjórða og seinasta Meistaradeildarsætinu, en auk þess á Arsenal tvo leiki til góða á United. Brentford hefur hins vegar verið að falla hægt og bítandi niður töfluna og situr nú í 14. sæti með 24 stig.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti