United hafði betur gegn fornum fjendum í sex marka leik 20. febrúar 2022 16:09 Anthony Elanga og Fred skoruðu b´ðair fyrir Manchester United í dag. Shaun Botterill/Getty Images Manchester United vann mikilvægan 4-2 sigur er liðið heimsótti forna fjendur í Leeds á Elland Road í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Það var Harry Maguire sem braut ísinn fyrir gestina með skallamarki eftir hornspyrnu Luke Shaw á 34. mínútu. Leikmenn Manchester United hafa verið gagnrýndir á tímabilinu fyrir að skora ekki úr hornspyrnum, en liðið hafði tekið 139 slíkar í röð án þess að skora. Manchester United score from a corner for the first time this season—at the 140th attempt 🎯(via @TelemundoSports)pic.twitter.com/cgq2LgZJaM— B/R Football (@brfootball) February 20, 2022 Gestirnir tvöfölduðu forystu sína seint í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Bruno Fernandes kom boltanum í netið eftir stoðsendingur frá Jadon Sanco og staðan því 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Heimamenn voru þó ekki tilbúnir að gefast upp og Rodrigo minnkaði muninn fyrir Leeds á 53. mínútu. Þeir jöfnuðu svo metin tæplega mínútu síðar þegar Raphinha stýrði fyrirgjöf Daniel James í netið og allt í járnum. Varamaðurinn Fred kom United yfir á nýjan leik með góðu marki þegar um tuttugu mínútur lifðu leiks og það var svo Svíinn ungi Anthony Elanga sem gulltryggði 4-2 sigur gestanna. Manchester United tók því stigin þrjú og styrkti stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar, en liðið er með 46 stig eftir 26 leiki. Leeds situr hins vegar í 15. sæti deildarinnar með 23 stig, aðeins fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið. Enski boltinn
Manchester United vann mikilvægan 4-2 sigur er liðið heimsótti forna fjendur í Leeds á Elland Road í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Það var Harry Maguire sem braut ísinn fyrir gestina með skallamarki eftir hornspyrnu Luke Shaw á 34. mínútu. Leikmenn Manchester United hafa verið gagnrýndir á tímabilinu fyrir að skora ekki úr hornspyrnum, en liðið hafði tekið 139 slíkar í röð án þess að skora. Manchester United score from a corner for the first time this season—at the 140th attempt 🎯(via @TelemundoSports)pic.twitter.com/cgq2LgZJaM— B/R Football (@brfootball) February 20, 2022 Gestirnir tvöfölduðu forystu sína seint í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Bruno Fernandes kom boltanum í netið eftir stoðsendingur frá Jadon Sanco og staðan því 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Heimamenn voru þó ekki tilbúnir að gefast upp og Rodrigo minnkaði muninn fyrir Leeds á 53. mínútu. Þeir jöfnuðu svo metin tæplega mínútu síðar þegar Raphinha stýrði fyrirgjöf Daniel James í netið og allt í járnum. Varamaðurinn Fred kom United yfir á nýjan leik með góðu marki þegar um tuttugu mínútur lifðu leiks og það var svo Svíinn ungi Anthony Elanga sem gulltryggði 4-2 sigur gestanna. Manchester United tók því stigin þrjú og styrkti stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar, en liðið er með 46 stig eftir 26 leiki. Leeds situr hins vegar í 15. sæti deildarinnar með 23 stig, aðeins fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti