Skilur ekki af hverju fjölmiðlar reyna að búa til vandamál milli sín og félagsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. febrúar 2022 07:01 Antonio Conte furðar sig á því að verið sé að reyna að skapa vandamál á milli sín og Tottenham. Marc Atkins/Getty Images Antonio Conte, knatsspyrnustjóri Tottenham Hotspur, hefur gagnrýnt fjölmiðla á Bretlandseyjum fyrir að reyna að búa til vandamál á milli sín og félagsins sem hann þjálfar. Í samtali við Sky Italia í vikunni sagði Conte að hann væri með lakara lið í höndunum eftir félagsskiptagluggann í janúar heldur en fyrir hann, en stjórinn segir nú að hann hafi bara verið að tala um fjölda leikmanna sem hann hefur yfir að ráða. „Fyrirgefðu, en þessi ummæli fóru aðeins í mig,“ sagði Conte. „Ég skil ekki af hverju einhver vill reyna að búa til vandamál í kringum mig. Ekki bara núna, heldur líka hérna áður fyrr.“ „Ég hef lesið greinar um félagið og þetta býr til vandamál á milli þjálfarans, formannsinns og félagsins. Formaðurinn veit alveg hvað ég er að hugsa.“ Conte fékk tvo leikmenn til liðs við félagið í janúar, þá Dejan Kulusevski og Rodrigo Bentancur. Á sama tíma yfirgáfu Dele Alli, Tanguy Ndombele, Giovani Lo Celso og Bryan Gil Lundúnaliðið, en þeir þrír síðastnefndu fóru á láni. Í viðtali Conte við Sky Italia talaði Ítalinn einnig um sýn Tottenham á félagsskiptamarkaðinn og það að félagið reynir frekar að búa til leikmenn í staðin fyrir að kaupa þá. „Í þessu viðtali eftir janúargluggann þá spurðu þeir mig hvort að ég væri ánægður og ég sagði að félagið hafi gert eins vel og þeir gátu.“ „Við misstum fjóra leikmenn og ég sagði að það væru mikilvægir leikmenn fyrir liðið. Þessir leikmenn fóru á láni og Tottenham borgaði mikið af peningum fyrir þá. Þegar þú eyðir mikið af peningum í leikmann þá þýðir það að það er mikilvægur leikmaður.“ „Við þurfum að vera vakandi í framtíðinni af því að við þurfum leikmenn sem eru vanir því að spila í þessari deild. Og í seinasta viðtali þá talaði ég um fjölda, þegar þú missir fjóra mikilvæga leikmenn sem þú borgaðir háar fjárhæðir fyrir, og færð tvo í staðinn.“ Þá hafa einnig sögusagnir um það að Conte sé óánægður hjá Tottenham verið á sveimi, en Ítalinn þvertók fyrir það. „Ég hef alltaf sagt að ég nýt mín vel hjá Tottenham og nýt þess að vinna með þessum leikmönnum. Ég hef alltaf sagt það,“ sagði Conte. „Síðan eigum við fjóra mánuði eftir af tímabilinu til að gera okkar besta og reyna að enda á sem bestum stað í töflunni. Svo sjáum við til eftir það.“ Enski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Í samtali við Sky Italia í vikunni sagði Conte að hann væri með lakara lið í höndunum eftir félagsskiptagluggann í janúar heldur en fyrir hann, en stjórinn segir nú að hann hafi bara verið að tala um fjölda leikmanna sem hann hefur yfir að ráða. „Fyrirgefðu, en þessi ummæli fóru aðeins í mig,“ sagði Conte. „Ég skil ekki af hverju einhver vill reyna að búa til vandamál í kringum mig. Ekki bara núna, heldur líka hérna áður fyrr.“ „Ég hef lesið greinar um félagið og þetta býr til vandamál á milli þjálfarans, formannsinns og félagsins. Formaðurinn veit alveg hvað ég er að hugsa.“ Conte fékk tvo leikmenn til liðs við félagið í janúar, þá Dejan Kulusevski og Rodrigo Bentancur. Á sama tíma yfirgáfu Dele Alli, Tanguy Ndombele, Giovani Lo Celso og Bryan Gil Lundúnaliðið, en þeir þrír síðastnefndu fóru á láni. Í viðtali Conte við Sky Italia talaði Ítalinn einnig um sýn Tottenham á félagsskiptamarkaðinn og það að félagið reynir frekar að búa til leikmenn í staðin fyrir að kaupa þá. „Í þessu viðtali eftir janúargluggann þá spurðu þeir mig hvort að ég væri ánægður og ég sagði að félagið hafi gert eins vel og þeir gátu.“ „Við misstum fjóra leikmenn og ég sagði að það væru mikilvægir leikmenn fyrir liðið. Þessir leikmenn fóru á láni og Tottenham borgaði mikið af peningum fyrir þá. Þegar þú eyðir mikið af peningum í leikmann þá þýðir það að það er mikilvægur leikmaður.“ „Við þurfum að vera vakandi í framtíðinni af því að við þurfum leikmenn sem eru vanir því að spila í þessari deild. Og í seinasta viðtali þá talaði ég um fjölda, þegar þú missir fjóra mikilvæga leikmenn sem þú borgaðir háar fjárhæðir fyrir, og færð tvo í staðinn.“ Þá hafa einnig sögusagnir um það að Conte sé óánægður hjá Tottenham verið á sveimi, en Ítalinn þvertók fyrir það. „Ég hef alltaf sagt að ég nýt mín vel hjá Tottenham og nýt þess að vinna með þessum leikmönnum. Ég hef alltaf sagt það,“ sagði Conte. „Síðan eigum við fjóra mánuði eftir af tímabilinu til að gera okkar besta og reyna að enda á sem bestum stað í töflunni. Svo sjáum við til eftir það.“
Enski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira